Síðdegisútvarpið

6.október

Það eru fimmtán ár frá hruni og fimmtán ár upp á dag síðan Geir H. Haarde sagði þessa fleygu setningu: Guð blessi Ísland. Á sunnudag og mánudag verður sýnd á RÚV heimildamynd í tveimur hlutum um uppgjörið eftir bankahrunið. Í myndinni er fjallað um ótrúlega eftirmála hrunsins þar sem bankaleynd var aflétt og víðtækar rannsóknir hófust á því hvernig þrír stærstu bankar landsins fóru í þrot. Í myndinni er rætt við stjórnmálamenn, hagfræðinga, saksóknara, rannsakendur og bankamenn. Við ætlum til okkar hingað á eftir Margréti Jónasdóttur framleiðanda og aðstoðarleikstjóra myndarinnar og spyrja hana út í myndina sem hefur fengið nafnið Baráttan um Ísland.

Daníel E Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78 kemur til okkar á eftir og við ætlum ræða mannréttindi, fjölbreytileika og fordóma í garð hinsegin fólks.

Í gær var tekin fyrsta skóflustunga 4400 fermetra viðbyggingu við Grensás, sem mun tvöfalda húsnæði deildarinnar. Ríkið greiðir fyrir nýbygginguna grunnbúnað í hana en Hollvinir Grensás standa fyrir landssöfnun meðal fyrirtækja, félaga, klúbba og almennings svo kaupa megi þau tæki sem deildina vantar mest. Í kvöld verður hér á RÚV söfununardagskrá þar sem fjöldi listamanna kemur fram til stuðning Grensásdeild og viðtöl tekin við marga sem þekkja deildina af eigin reynslu. Hingað til okkar á eftir kemur Guðrún Pétursdóttir formaður Hollvina Grensás til segja okkur frá því mikilvæga starfi sem þar er unnið auk þess sem við kynnum okkur dagskrá kvöldsins í sjónvarpinu.

Í þættinum munum við fjalla um námskeið sem leggur áherslu á kveikja á okkar innri kynveru með dansi, öndunaræfingum, hristingi, hreyfiflæði, teygjum og góðu og gefandi samtali um sjálfsást, sjálfsfróun og sjálfsmynd. Námskeiðið heitir Kynveran, Íris Stefanía Skúladóttir sviðslistakona sér um það og mun hún segja okkur nánar frá þessu í þættinum.

Beta, eitt sinn efnileg tónlistarkona, finnur sig í ónýtu hjónabandi, ekki verandi móðir sem hún vill vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til hjálpa með barnið og fer leggja til ?daður-verkefni? fyrir hjónin, er Beta þvinguð til taka áhættur og stíga aftur inn í lífið. Um þessa fjalla nýir þættir sem heita Svo lengi sem við lifum sem skrifaðir eru af Anitu Briem og einnig fer hún með aðalhlutverk þáttanna. Aníta kemur í kaffi til okkar á eftir.

Á morgun verður hinn árlegi Hrútadagur haldinn á Raufarhöfn. Þetta er í átjánda skiptið sem dagurinn er haldinn. Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir er ein af forsvarsmönnum Hrútadagsins, hún er á línunni.

Frumflutt

6. okt. 2023

Aðgengilegt til

5. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,