Síðdegisútvarpið

3.nóvember

Yfir 800 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti og yfir tíu þúsund frá því skjálftahrinan hófst 25. október norðan við Grindavík. Við ætlum setja okkur í samband við Almannavarnir á eftir útaf stöðunni og heyra í Sólberg Bjarnasyni deildarstjóra Almannavarna.

Orkan úr eldhúsinu er nýtt samstarfsverkefni Veitna og Sorpu sem miðar því endurnýta afgangsolíu úr eldhúsinu og vernda lagnir heimilisins. Freyr Eyjólfsson verkefnastjóri hringrásahagkerfis hjá Sorpu og Jón Trausti Kárason forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum vita allt um málið og þeir koma til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir.

Öll þekkjum við það fara með hópi fólks út borða og flest könnumst við við vandræðaganginn þegar kemur þvðí gera upp reikninginn. Albert Eiríksson matgæðingur og lífskúnstner veit svarið við því hvernig við getum gert okkur þetta auðveldara, bæði fyrir hópinn og veitingastaðinn. Við hringjum í Albert austur í Breiðdal þar sem hann er staddur.

Við ætlum beina sjónum okkar andlegri heilsu, hamingju og jákvæðni á þessum föstudegi þegar dynja á okkur fréttir af stríðsátökum og jarðhræringum. Héðinn Sveinbjörnsson er Chief happiness officer en hann vakti athygli í þættinum Svona erum við sem var á dagskrá RÚV í gær en þar var fjallað um hamingju landans í víðu samhengi. Héðinn ætlar koma til okkar og fræða okkur um það hvernig við getum aukið hamingju okkar og notið lífsins á þessum síðustu og verstu.

Stærsta hugleiðsla Íslandssögunnar fer fram í næstu viku og til segja okkur betur frá koma þau Guðmundur Arnar Guðmundsson og Agnes Andrésdóttir sem er í forsvari fyrir þetta verkefni hjá Hofinu en Hofið er jafvægissetur sem vinnur því bæta geðheilbrigði starfsfólks á vinnustöðum.

En við byrjum á þessu. Páll Valur Björnsson íbúi í Grindavík er einn þeirra sem vaknaði upp við skjálftana í nótt og sagði hann frá því á feisbúkk síðu sinni hann hefði aldrei á síðustu árum fundið fyrir svona áköfum og staðbundnum skjálftum og hann er á línunni.

Frumflutt

3. nóv. 2023

Aðgengilegt til

2. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,