Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 27. desember

Hlín Agnarsdóttir rithöfundur býr í Uppsölum í Svíþjóð en þar hélt hún sín fyrstu sænsku jól við ætlum heyra í henni hvernig það gekk allt saman fyrir sig.

Senn líður nýju ári og þá hafa margir lofað sér taka upp nýja og betri siði. Hjá sumum er það hefð henda sér í sjóinn á þessum fyrsta degi ársins. Í Nauthólsvík ætla hraustir einstaklingar hittast í sparifötum og grímubúningum á nýársdag og dýfa sér út í hrímkalt hafið. Herdís Anna Þorvaldsdóttir sjósundskempa ætlar kíkja til okkar og segja okkur frá uppátækinu.

Lögreglan á Vestfjörðum sendi frá sér tilkynningu fyrir jólin en þar koma fram rannsókn vegna slysasleppingar eldislax hjá Arctic Fish væri hætt. Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri verndarsjóðs villtra laxastofna hann kemur til okkar á eftir og fer yfir þau mál með okkur, auk þess sem nýtt frumvarp um fiskeldi sem er komið í samráðsgátt og við ræðum það einnig við Elvar.

Önnur hefð sem er heilög hjá mörgum landsmönnum er jólafrumsýning Þjóðleikhússins á annan í jólum. Í gær var það Snorra-Edda sem rataði á svið í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Hugmyndaheimur goðafræðinnar birtist á sviðinu á nýstárlegan, frjóan og ögrandi hátt eins og leikstjóranum einum er lagið. Þorleifur ætlar kíkja til okkar, vonandi lentur eftir standandi lófaklapp.

Við byrjum á líkamlegri næringu og andrými með Sigríði Ásgeirsdóttur sem stendur fyrir jóga og dansstund í Kramhúsinu á föstudag ásamt Höllu vinkonu sinni. Þar verður hægt hrista mjaðmir, draga gyðjuspil, drekka kakó. Sigríður, eða Sigga Ásgeirs, kíkir til okkar.

Frumflutt

27. des. 2023

Aðgengilegt til

26. des. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,