Síðdegisútvarpið

6.nóvember

Heyrnarhjálp félag heyrnarskertra á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem félagið lýsir yfir þungum áhyggjum yfir stöðu barna og fullorðinna á heyrnarmælingu og heyrnartækjum en nærri tveggja ára bið eftir þjónustu hjá Heyrnar og talmennastöð Íslands og ljóst úrlausna er þörf. Ennfremur kemur þar fram heyrnarskert börn eru bíða svo mánuðum skiptir sem og fólk með mjög alvarlega heyrnarskerðinu. Kristján Sverrisson,forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og Halla B. Þorkelsson formaður Heyrnarhjálpar, landssamtaka heyrnarskertra koma til okkar á eftir og fara yfir þessi mál með okkur.

Við ætlum til okkar í þáttinn á eftir Maríu Jimenez Pacifico. María er búsett hér á landi en hún fæddist í Kólumbíu en kom hingað til lands á unglingsaldri og hefur hún unnið því kynna Íslendinga fyrir kólumbískri matargerð en hún rekur meðal annars matarvagn auk þess vera fyrsti kólumbíski matvælaframleiðandinn á Íslandi. Við ætlum forvitnast um þessa ungu konu á seinni tímanum.

Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til. Stjórn samnefnds félags, sem stofnað var árið 2005 til halda utan um samkomuhaldið, hefur ákveðið láta staðar numið. En hver er ástæðan fyrir því svo fjölmenn og vinsæl hátíð er lögð af ? Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir er sveitastjóri í Dalvíkurbyggð hún verður á línunni hjá okkur.

Hallfríður Kristín Jónsdóttir og Hildur Ármannsdóttir stefna ásamt fleirum því gefa út handbók um brjóstagjöf. Bókin hugsuð sem handbók fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf. Hallfríður og Hildur koma til okkar á eftir og segja okkur betur frá

En við byrjum í Grindavík á línunni er Páll Valur Björnsson íbúi sem við ræddum við síðast á föstudaginn.

Frumflutt

6. nóv. 2023

Aðgengilegt til

5. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,