Síðdegisútvarpið

27.september

Hópur aldraðra sem þarf meiri stuðning og hjúkrun er alþjóðlegt vandamál. Hjúkrunarstofnanir eru engan veginn anna þessum hópi sem fer sístækkandi. Margir telja lausnina liggja í gera öldruðum kleift búa sem lengst á eigin heimili og bjóða þar upp á þjónustu sem gerir þetta kleift. Fyrirtækið Gagnaverk hefur þróað forrit i þessum tilgangi sem ber heitið Dala.Care og er þróað af hugbúnaðarfyrirtækinu Gangverki. Vöruþróunarstjóri Dala.Care heitirFinnur Pálmi Magnússon hann kemur til okkar og segir betur frá.

Sannkölluð rokkstjarna úr heimi kórstjórnenda og kóraunnenda er á leiðinni til landsins en hann heitir Eric Whitacre og er tónskáld, kórstjóri, hljómsveitarstjóri og svokallaður faðir virtual kóra. Það er landssamband blandaðra kóra og félag íslenskra kórstjóra sem stendur fyrir komu hans til landsins og formaður félags íslenskra kórstjóra Ingveldur ýr Jónsdóttir kemur til okkar á eftir og segir frá.

Við ætlum líka heyra af opnum kynningarfundi um áhugaverða uppbyggingu í þágu eldra fólks í Reykjavík en Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri kemur til okkar í þáttinn.

Í kvöld verða haldnir eyjatónleikar í Salnum í Kópavogi en þar verður tónlist í bland við eyjapistla í boði. Eyjapistlar voru á dagskrá frá því í febrúar 1973 til mars 1974 en þar voru lesnar ýmsar tilkynningar, fréttir afmæliskveðjur og birt viðtöl við fólk sem í gosinu var tvístrað vítt og breitt um landið. Gísli Helgason sem var annar umsjónarmaður þessara pistla og Herdís Hallvarðsdóttir koma hingað og segja okkur frá.

Tilverur er opnunarmynd RIFF sem hefst á morgun og frumsýnd daginn eftir í Sambíóunum. Myndin var heimsfrumsýnd í Toronto á dögunum og leikstjóri myndarinnar Ninna Pálmadóttir kemur til okkar og segir okkur frá sér og myndinni.

Svo heyrum við af Reiðmanninum sem er nám í reið­mennsku og hestafræðum og fer fram vegum endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands. Randi Holaker reiðkennari er verkefnastjóri Reiðmannsins og hún verður á línunni.

Frumflutt

27. sept. 2023

Aðgengilegt til

26. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,