Síðdegisútvarpið

Sendiherra á Sólvallagötu, fiðlarinn á þakinu, fallegustu bækur í heimi og förgun koldíoxíðs.

Nokkur umræða hefur átt sér stað vegna áforma Bandaríkjamanna um miklar öryggisráðstafanir við húsið Sólvallagötu 14 en það mun verða framtíðarbústaður sendiherra bandaríkjanna á Íslandi. Tæplega 80 íbúar úr nágrenninu skrifuðu undir harðorð mótmæli gegn þessum breytingum og segja þær ekki falla friðsælu og þéttbýlu íbúahverfi. Í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu segir við alla hönnun hafi sérstaklega verið horft til þess gæta samræmis við sögulegt og fallegt umhverfi Reykjavíkur. Halla Helgadóttir er ein þessara íbúa sem hafa mótmælt fyrirhuguðum breytingum og hún kom til okkar í gær og ræddi þessi mál en í dag kemur til okkar Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.

Á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ opnar í dag sýning er kallast Fallegustu bækur í heimi 2023. Alþjóðleg keppni um bestu bókahönnunina hefur verið haldin frá árinu 1963 með það markmiði hvetja til aukins alþjóðlegs samtals um bókahönnun og í ár bárust í keppnina um það bil 600 bækur frá 30 löndum. Fjórtán bækur hlutu verðlaun og samanstendur sýningin af þessum bókum sem gestum er velkomið fletta. Við fáum grafíska hönnuðinn og stjórnarmeðlim Félags íslenskra teiknara, Anton Jónas Illugason, til þess segja okkur frá sýningunni og hvað bók þurfi bera til þess komast í hóp fallegustu bóka í heimi.

Undirbúningsfasi er hefjast fyrir byggingu móttöku- og förgunarmiðstöðvar fyrir koldíoxíð (CO2), CODA Terminal, sem staðsett verður í Straumsvík og mun farga allt 3 milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Miðstöðin verður fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu en hún mun taka á móti CO2 sem flutt verður hingað til lands frá N-Evrópu. Gert er ráð fyrir um 600 bein og afleidd störf skapist við uppbyggingu og rekstur miðstöðvarinnar. Ólafur Elínarson sem leiðir samskiptamál hjá Carbfix kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.

Söngleikinn Fiðlarann á þakinu þekkjum við mörg en hann var frumsýndur á Broadway 1964 og vinsæl kvikmynd útgefin 7 árum síðar. Söngleikurinn er meðal þeirra sem oftast hefur verið settur upp á heimsvísu enda er tónlistin létt og skemmtileg og mörgum kunn. Litli leikklúbburinn á Ísafirði mun frumsýna Fiðlarann á þakinu 1. febrúar og þar mun annast hlutverk mjólkurpóstsins Tevje, Bergþór Pálsson. Við heyrum í Bergþóri sem er jafnframt skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar sem tekur stóran þátt í uppfærslunni.

Tón­leik­ar til heiðurs Agli Ólafs­syni verða haldn­ir í Hörpu næstu helgi, eða föstu­dags­kvöldið 26. nóv­em­ber. Þar sem farið verður yfir glæst­an fer­il eins okkar fremsta tón­list­ar­manns. Flutt verða lög og tónverk Egils í spariklæðnaði, þar sem Guðni Franz­son stýrir Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norður­lands og söngv­ar­inn Eyþór Ingi stígur á stokk ásamt hljóm­sveit­inni Babies. Heiðurstónleikarnir er liður í menningarbrú Hörpu og menningarhússins Hofs á Akureyri en þar fóru tónleikarnir fram seint á síðasta ári. Við fáum Eyþór Inga til segja okkur lítillega frá tónleikunum.

Fyrir nokkru síðan auglýsti sveitarfélagið Skagafjörður eftir nýjum umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði. Málmey er stærsta eyjan á Skagafirði, um 160 ha stærð. Það er skemmst frá þvi segja byggðarráð hefur samþykkt velja Björgunarsveitina Gretti á Hofsósi úr hópi umsækjenda sem umsjónaraðila Málmey í Skagafirði, til 5 ára, og felur sveitarstjóra útbúa samning þess efnis á milli aðila sem lagður verði fyrir byggðarráð til samþykktar. En hvað felst í því vera umsjónarmaður heillar eyjar ? Eiríkur Frímann er formaður björgunarsveitarinnar og við hringjum í hann.

Frumflutt

19. jan. 2024

Aðgengilegt til

18. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,