Síðdegisútvarpið

11.desember

Í nýrri skýrslu Waitrose- keðjunnar í Bretlandi um matar - og drykkjarneyslu þar í landi kemur fram matarvenjur margra hafa breyst og venjurnar virðast haldast í hendur við breytt fyrirkomulag í vinnu og meiri hraða í nútímasamfélagi. Það virðist sem sagt vera á undanhaldi borða morgunmat, hádgismat og kvöldmat í könnunni kemur fram snakk og kex er algengt á milli mála og ennfremur kemur fram breytingar hafi orðið á matarinnkaupum fólks í Bretlandi, efnahagsástandið hefur haft það í för með sér fólk leitar eftir ódýrari kostum, keypt stærri pakkningar og eldað einfaldari rétti. En hvernig skyldi þessu vera háttað hér á landi og hvaða áhrif hefur það á ííðan okkar sleppa máltíðum og borða þess í stað á hlaupum ? Geir Gunnar Markússon næringafræðingur hjá heilsustofnun náttúrulækningafélagsins

Fundað hefur verið í Karphúsinu í dag vegna yfirvofandi verkfalls flugumferðastjóra. Flugumferðastjórar hafa boðað verkföll á morgun og á fimmtudag, sex klukkutíma í senn frá klukkan fjögur til klukkan tíu morgni. Verði af fyr­ir­hugaðri vinnu­stöðvun stöðvast allt flug á áður­nefnd­um tíma und­an­skildu sjúkra­flugi og öllu flugi á veg­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair verður á línunn hjá okkur á eftir og við spyrjum hann út í hvaða ráðstafanir flugfélagið mun grípa til komi til verfalls.

Út er komin bókin Skrímsli í sjó og vötnum á Íslandi en bókin er fyrsta heildstæða úttektin á þessum óþekktu dýrategundum í náttúru Íslands. Hún byggir á miklu safni frásagna og áratugalangri rannsókn þar sem höfundur hefur rætt við sjónarvotta og safnað hundruðum áður óskráðra lýsinga þeirra á þessum dýrum. Höfundurinn heitir Þorvaldur Friðriksson og hann kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.

Við ætlum hringja í göngugarpinn Einar Skúlason sem er einsog glöggir hlustendur Síðdegisútvarpsins vita ganga gömlu póstleiðina frá Seyðisfirði til Akureyrar og á fimmtudaginn þegar við heyrðum í honum var hann búinn ljúka 30 km göngu og kominn í Sænautasel en hvar er hann ?

Sigrúnu Elíasdóttur, rithöfundur er gefa út Höllin á hæðinni hjá Storytel. Höllin á hæðinni er ljúflestrar ?skvísubók? í anda rithöfundanna Sarah Morgan og Jenny Colgan en það hefur ekki verið íslensk bók í þeim anda svo við vitum til í langan tíma. Við ætlum slá á þráðinn til Sigrúnar á eftir og forvitnast um bókina og skvísubókmenntir almennt.

Veturinn hér á suðvesturhorninu hefur verið einstaklega mildur á meðan síðasti vetur Það var flughált víða á höfuðborgarsvæðinu

Frumflutt

11. des. 2023

Aðgengilegt til

10. des. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,