Síðdegisútvarpið

10.október

Mikil hitabylgja hefur geysað á Tenerife síðustu daga og við ætlum hringja út síðar í þættinum og heyra í Kristínu Björg Þorsteinsdóttur sem þar er stödd.

Blóðug átök geysa á milli Ísraelshers og Hamasliða en hvers vegna er staðan orðin svona fyrir botni miðjarðarhafs? Við ætlum til okkar Þórir Jónsson Hraundal sérfræðing í málefnum miðausturlanda á eftir.

Um 2,3 milljónir manna búa á Gaza svæðinu og þar af eru um helmingur börn. Á eftir ræðum við um stöðu barna þar sem átök geysa við Kristínu S. Hjálmtýsdóttur framkvæmdastjóra hjá Rauða krossinum.

Gígja Hólmgeirsdóttir verður með okkur frá Akureyri. þessu sinni ætlar hún forvitnast um píludeild Þórs en starfsemi deildarinnar hefur vaxið mikið undanförnu og er fjölmennasta aðildarfélagið innan Íslenska pílukastsambandsins. Gígja leit við hjá píludeild Þórs og spjallaði þar við formanninn Davíð Örn Oddsson.

Á morgun verður blásið til Hálendishátíðar í Iðnó en þar á heiðra hálendi Íslands með ræðum, söng og hljóðfæraslætti. Auður Önnu Magnúsdóttir er nýstigin úr stóli framkvæmdastjóra Landverndar hún kemur til okkar og segir okkur frá hátíðinni og þeim hættum sem steðja ósnortinni náttúru Íslands.

Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármála og efnahagsráðherra í morgun vegna álits umboðsmanns um vanhæfi hans við söluna á Íslandsbanka. Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna ætla funda núna seinnipartinn. En hver er staða ríkisstjórnarinnar í ljósi þessara tíðinda, veikir þetta eða styrkir sjálfstæðisflokkinn sem hefur verið mælast með dalandi fylgi í skoðanakönnunum og hver verður pólitísk framtíð Bjarna Benediktssonar. Við ætlum spá í spilin með Andrési Jónssyni almannatengli næstu mínúturnar.

Tónlist frá útsendingarlogg 2023-10-10

SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Aldrei Liðið Betur.

MUGISON - É Dúdda Mía.

LAUFEY - California and Me.

JÓNAS SIG & LÚÐRASVEIT ÞORLÁKSHAFNAR - Faðir.

GEORGE HARRISON - My Sweet Lord.

GDRN - Parísarhjól.

Adele - Send My Love (To Your New Lover).

SCISSOR SISTERS - I Don't Feel Like Dancin'.

ROBBIE WILLIAMS - Feel.

Frumflutt

10. okt. 2023

Aðgengilegt til

9. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,