Síðdegisútvarpið

21.ágúst

Dómsmálaráðuneytið áformar lagabreytingar til þess bregðast við ábendingum í áhættumati ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka og stendur til gera kröfu um auðkenni spilara með spilakorti. SÁÁ lýsir stuðningi sínum við þessar fyrirhuguðu breytingar en samtökin vilja einnig stjórnvöld loki fyrir erlendar veðmálasíður hér á landi því árlega eyði landsmenn 20 milljörðum í fjárhæspil á þessum síðum. Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ kemur til okkar á eftir og ræðir þessi mál við okkur.

Hnúðlax hefur fundist í ám í öllum landshlutum síðustu vikurnar og sérstaklega síðustu daga. Svo mikið er af laxinum eitt af frumvörpum matvælaráðherra er heimila veiði á hnúðlax með ádráttarnetum árin 2023, 2024 og 2025. Þetta er gert í ljósi þess síðustu árin hefur hnúðlöxum fjölgað mjög í íslenskum ám. Ástandið hér er þó ekki orðið eins slæmt og í Noregi. Við veltum því líka fyrir okkur hvort megi borða laxinn. Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur og urriðahvíslari kemur til okkar á eftir.

Þúfan, áfangaheimili fyrir konur sem lokið hafa meðferð vegna fíknar í áfengi eða fíknar í önnur vímuefni hefur opnað í Reykjavík. Tilgangur félagsins er styðja við konur í þessum sporum og er starfsemin fjármögnuð með styrkjum og frjálsum framlögum. Erla Björg Sigurðardóttir framkvæmdastýra Þúfunnar og Lára Ómarsdóttir stjórnarmeðlimur koma til okkar á eftir og segja okkur betur frá.

Við hringjum til New York en þar Guðríður Torfadóttir einkaþjálfari stödd og heyrum í henni hljóðið því í kvöld fara af stað nýjir sjónvarpsþættir á Stöð 2 sem heita Gerum betur með Gurrý. Þetta eru heilsutengdir þættir sem fjalla um hreyfingu, mataræði, föstu, streitu, breytingaskeiðið og margt fleira. Í þáttunum fær Gurrý nokkra einstaklinga í lið með sér og reynir koma hreyfingu inn í þeirra líf. Meira um það hér á eftir.

Kór Akureyrarkirkju auglýsir eftir söngvurum fyrir komandi starfsár. Prufur fóru fram í gær. Þorvaldur Örn Davíðsson er búinn vera sveittur fara yfir umsóknir og velja inn þær raddir sem henta. En eru ennþá laus pláss? Þorvaldur verður á línunni.

Frumflutt

21. ágúst 2023

Aðgengilegt til

20. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,