Síðdegisútvarpið

5.október

Við höfum fjallað uppá síðkastið um villta laxastofnin í ám landsins og eldislaxinn sem sloppið hefur úr sjókvíum og synt upp árnar. Matvælaráðherra birti heildstæða stefnu um uppbyggingu og umgjörð lagareldis og þar með sjókvíaeldis á dögunum og þar kemur fram stefnt því herða kröfurnar og skýra rammann utan um greinina. Á laugardaginn verður haldinn á Austurvelli samstöðufundur gegn sjókvíaeldi. Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri landssambands veiðifélaga kemur til okkar á eftir og við ræðum við hann nýjustu vendingar í þessu máli og spyrjum hann útí fundinn.

Í gær héldu Píeta samtökin málþing til kynna splunkunýjar upplýsingar sem unnar voru nafnlaust úr tölfræði samtakanna allt frá upphafi starfseminnar 2018.

Þar kom m.a. fram hvaða þjóðfélagshópar það eru sem sækja þjónustu samtakanna auk þess sem niðurstöður rannsóknarinnar benda ótvírætt til þess það eru mjög afgerandi tengsl milli ákveðna þátta í lífi skjólstæðinga í sjálfsvígshættu. Tómas Kristjánsson sáflræðingur og fræðslustjóri samtakanna er einn þeirra sem þarna kom fram en erindi hans bar yfirskriftina Hvers virði er mannslíf? Tómas kemur til okkar á eftir og segir okkur frá.

Háir stýrivextir leggjast þungt á bændur sem eru skuldsettir og var staðan þung fyrir vegna hækkunra á aðfangsverði og verðbólgu. Haft er eftir Rafni Bergssyni formanni félags nautgripabænda og bónda í Hólmahjáleigu meðal nautgripabú í rekstrarvefkefni Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins hafi skuldað rúmar 120 milljónir á síðasta ári. Við í Síðdegisútvarpinu ætlum ræða stöðuna í stéttinni við Steinþór Loga Arnarsson bónda í Stóra-Holti hér á eftir.

Hefur þig alltaf langað til prófa gámadýfingar en ert kannski ekki alveg viss um hvar skal byrja? Langar þig til þess vera umhverfisvæn/n/t og spara pening samtímis? Í Gerðubergi í gær og það voru þau Eyrún Þóra Guðmundsdóttir og Hlynur Steinsson reyndir gámadýfingamenn sem buðu upp á kynningu á gámadýfingum og í lokin var boðið upp á léttar veitingar, beint úr gámunum. Sigga Dögg kynfræðingur var ein þeirra sem þangað mætti og hún kom út með ótal hugmyndir og ótal spurningar sem hún ætlar deila með okkur hér á eftir. Og eins og alltaf á fimmtudögum kíkir Atli Fannar Bjarkason til okkar og fer í MEME vikunnar. Sjálfstæð og óháð nefnd sem Reykjavíkuborg skipaði til rannsaka starfsemi vöggustofa í Reykjavík kynnti skýrslu sína í dag. Nefndin kemst þeirri niðurstöðu á vöggustofum sem reknar voru á árunum 1949-1973 hafi börn sætt illri meðferð. Viðar Eggertsson varaþingmaður Samfyl

Frumflutt

5. okt. 2023

Aðgengilegt til

4. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,