Síðdegisútvarpið

22.september

September er alþjóðlegur vitundarvakningamánuður um PCOS og á dögunum birti Elísa Ósk Línadóttir varaformaður PCOS samtkaka Íslands grein á Vísi sem hafði yfirskriftina: Ert þú hluti af þessum 70%? Þessi fyrirsögn vakti athygli okkar hér í Síðdegisútvarpinu og ætlum við taka fyrir PCOS eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni í þættinum og til okkar þær Elísu Ósk og Guðrúnu Rútsdóttur formann PCOS samtakanna á eftir til fræða okkur um þetta heilkenni sem hrjáir 8-13% kvenna.

Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld er mikill dýraunnandi. Síðast þegar við heyrðum í henni var hún spjalla við altalandi hrafn. En á eftir heyrum við í henni vegna háhyrnings sem strandaði í gær skammt frá brúnni yfir Gilsfjörð á vesturlandi. Rebecca segir okkur nýjustu fréttir af hvalnum.

Hálfdán Örnólfsson fyrrum aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri og kennari við skólann birti grein á akureyri.net í gær. Fyrirsögn greinarinnar er eftirfarandi: Sveltur til sameiningar? Í greininni veltir Hálfdán því fyrir sér hvort Menntaskólinn á Akureyri hafi verið fjársveltur frá því stytting framhaldsskólanáms niður í þrjú ár tók gildi árið 2018. Skoðar hann í greininni hvernig 7 stærstu bóknámsskólunum hefur vegnað á þessu tímabili og fer yfir þær áskoranir sem skólarnir hafa glímt við og segir hann niðurstöðuna sláandi.

Nýjasta verkið úr smiðju Hafsteins Gunnars Siguðrssonar og Halldórs Laxness Halldórssonar er kvikmyndin Northern Comfort sem er til sýningar í kvikymdahúsum landsins. Ekki er langt síðan þeir félagar færðu okkur þættina Aftureldingu sem slóu rækilega í gegn þannig reikna með gæðum. Á eftir skilja þeir vinaböndin eftir heima og mætast í spurningakeppni Síðdegisútvarpsins. Þemað er norðrið.

er verið setja upp nýja íslenska leikgerð bygga á einni þekktustu barnabók heims í Hörpu. Bókin sem um ræðir kom út árið 1942 og hefur alla tíð notið mikilla vinsælda og komið út á yfir 40 tungumálum og selst í milljónum eintaka. Bókin sem um ræðir heitir Palli var einn í heiminum og sem ætlar leika Palla næstu misserin í Hörpu heitir Ólafur Ásgeirsson, hann kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.

En hingað til okkar er kominn vallarþulur íslenska kvennalandsliðsins, Hulda Geirsdóttir en hún er í óðaönn undirbúa sig fyrir stórleik dagsins þegar Ísland mætir Wales á Laugardalsvellinum.

Frumflutt

22. sept. 2023

Aðgengilegt til

21. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,