Síðdegisútvarpið

Kalmann, kosningar og stjórnmál

Andrés Jónsson almannatengill kemur til okkar á eftir við ætlum ræða við hann um breytingarnar á ríkisstjórninni og þróunina í forsetakosningunum. Eru línur farnar skýrast um hverjir verða efstir í slagnum um Bessastaði og ýmislegt fleira hér á eftir.

framleiðslufyrirtækið Kontent hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn af skáldsögunum um Kalmann Óðinsson sem er sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn. Bækurnar hafa slegið í gegn en það er Joachim B Schmidt sem skrifar bækunar, en kristóer Dignus, hinni kunni kvikmyndagerðamaður sem ætlar taka sér leikstjórn þáttanna. Bækurnar hafa náð heimsathygli og meðal annars legið hreinlega í gegn í Sviss. Kristófer kemur til okkar ásamt Joachim.

Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur verður á línunni hjá okkur á eftir en Bolungarvík fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli í dag. Jón Páll er staddur á fjórðungsþingi Vestfirðinga sem fram fer á Ísafirði og við ætlum spyrjast fregna af þinginu og ræða við hann um stöðuna í Bolungarvík á þessum merku tímamótum.

Í Herramannaskólanum er hægt læra hvernig karlmenn eiga klæða sig sem best, hvernig bindi passar við hvaða jakka, hvernig skór við hvaða buxur, hvort neðsta talan á jakkanum eigi vera hneppt eða ekki ? Þeir Ísak Einar Ágústsson og Fróði Kjartan Rúnarsson fóru nýlega af stað með herramannaskóla á vegum fyrirtækis síns sem heitir Jökull & Co og þeir koma til okkar og segja frá.

Þær áhugaverður fréttir bárust í gær Mannréttindadómstóll Evrópu hefði úrskurðað svissnesk stjórnvöld hafi brotið mannréttindi eldri kvenna með aðgerðaleysi sínu í loftslagsmálum. Um tvö þúsund svissneskar konur á áttræðisaldri höfuðu dómsmál gegn svissneska ríkinu. Konurnar héldu því fram stjórnvöld bryti á mannréttindum sínum með því grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Við ætlum heyra í formanni Landverndar, Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, sem er stöd í Færeyjum á fundi með samnorrænum umhverfissamtökum. Hún fer yfir þetta allt saman.

En við byrjum á þessu. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi mun fara fyrir dómnefnd á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Vestræni kvikmyndaiðnaðurinn hefur ákveðið sniðganga keppnina mestu leyti vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Vísir greindi frá þessu í dag en úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt til listafólk til þess sniðganga hátíðina og flestir svarað því kalli.

Umsjónarmenn voru Guðrún Dís Emilsdóttir og Valur Grettisson

Frumflutt

10. apríl 2024

Aðgengilegt til

10. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,