Síðdegisútvarpið

12.október

Marga dreymir um betri samgöngur til Keflavíkur og alls konar hugmyndir hafa litið dagsins ljós í þeim efnum. Í þessum töluðu orðum eru ýmsir hagaðilar tengdir þessu viðfangsefni funda í Kópavogi og spurningin er hvort menn séu komnir einhverju nær í því bæta samgönguleiðir til Keflavíkur. Dagur B. Eggertsson er einn þeirra sem þarna stigu á stokk og við ætlum heyra í honum á eftir og heyra helstu tíðindin af málþinginu.

Unnsteinn Manuel er fjölhæfur lagahöfundur. Það getur reynst erfitt skilgreina tónlist hans en hún á það þó öll sameiginlegt vera samin af mikilli tilfinningu og með sterkum takti. Á laugardaginn verður Unnsteinn með yfirlitstónleika í tónleikaröðinni Söngvaskáld í Salnum. Hann kemur á eftir með gítarinn og tekur eitt órafmagnað.

í dag 12. október er Alþjóðlegi gigtardagurinn.. Gigt er ein algengasta ástæða örorku á Íslandi og skipta forvarnir og fræðsla um gigt mjög miklu máli. Hrönn Stefánsdóttir er varaformaður félagsins en Hrönn hefur glímt við gigtarsjúkdóminn í þó nokkuð langan tíma hún kemur til okkar á eftir.

Heimaleikurinn nefnist lauflétt íþróttaheimildarmynd sem fjallar um mann sem reynir uppfylla draum föðursíns hvað vígsluleik á fótboltavelli á Hellissandi varðar og það á velli sem byggður var fyrir 25 árum síðan. Myndin vann nýverið til sér­stakra áhorf­enda­verðlauna á Nordisk Panorama, stærstu heim­ild­ar­mynda­hátíð á Norður­lönd­um. Leikstjórar myndarinnar eru tveir, þeir Logi Sigursveinsson og Smári Gunnarsson. Þeir mæta báðir á eftir.

Atli Fannar Bjarkason mætir með sitt vikulega MEME vikunnar, hann vildi lítið gefa upp um efnistökin, það eina sem hann sagði var, stórir skór.

Í dag var haldin ráðstefna jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu. Jafnvægisvog FKA hefur það markmiði virkja sem flest íslensk fyrirtæki til stefna því 40/60 kynjahlutfalli í framkvæmdastjórn. Við kíktum á ráðstefnuna og ræddum við Guðrúnu Ólafsdóttur sviðstjóra upplýsingatækniráðgjafar og meðeiganda Deloitte en hún hélt erindi sem bar yfirskriftina Gagnsæi með gögnum og kynnti þar nýtt mælaborð sem varpar betra ljósi á stöðuna í atvinnulífinu.

Frumflutt

12. okt. 2023

Aðgengilegt til

11. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,