Síðdegisútvarpið

13.nóvember

Það mæðir mikið á fólki sem hefur þurft yfirgefa Grindavík. Margir eiga um sárt binda og erfitt setja sig í spor þeirra sem þurftu í flýti yfirgefa heimili og sína persónulegu muni. Óvissan er mikil um framhaldið en hvernig getum við reynt láta okkur líða betur og hvert getum við leitað ?

Elfa Dögg S. Leifsdóttir er Teymisstjóri ? Heilbrigðisverkefna hjá Rauða Krossinum á Íslandi og hún kemur til okkar eftir smá stund.

Grindvíkingar hafa fengið fara heim til sín í dag og sækja helstu nauðsynjarl Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík ásamt fleira björgunarsveitarfólki hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg hafa staðið í stórræðum síðustu daga í tenglsum við jarðhræringarnar í Grindavík. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins verður á línunni á eftir og fer yfir stöðuna með okkur.

Félag kvenna í atvinnulífinu og Bara tala standa fyrir málþingi um stöðu íslenskunnar undir yfirskriftinni ,,Borðum þennan fíl?. á morgun. Grace Achieng kemur til okkar í dag en hún kom til íslands árið 2010 og talar í dag reiprennandi íslensku -. Hún segir okkur frá því hvernig tungumálið hefur reynst henni valdatæki og lykill samfélaginu en hún er í dag stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic. Með henni kemur Jón Gunnar Þórðarson sem er framkvæmdastjóri Bara tala en það er stafræn lausn sem kennir íslensku.

Hópur umsækjenda um alþjóðlega vernd frá Venesúela var fluttur frá Grindavík á fimmtudag. Þau fengu einungis taka með sér það allra nauðsynlegasta. Hópnum var skipt upp og færður á þrjá staði, upp í Hvalfjörð, Borgartún í Reykjavík og á Laugarvatn. Við ætlum ræða stöðu þessa fólks við Kristján Hrannar Pálsson tónlistarmann og organista í Grindavíkurkirkju.

Erlendir fréttamiðlar hafa um helgina fjallað um jarðhræringarnar á Reykjanesinu. Við ætlum ræða við Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra samtaka ferðaþjónustunnar og spyrja hann út í hvort jarðhræringarnar og neyðarstig almannavarna þegar farið hafa áhrif á komu ferðmanna hingað til lands.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið loka Grindavíkurbæ núna klukkan fjögur. Fólk hefur haft tíma fram því til sækja nauðsynjar á heimili sín og eftir hálftíma verður ráðist í rýmingu bæjarins. Dýraverndarsamtök undirbúa sækja þau gæludýr sem eftir eru í Grindavík núna seinnipartinn það er ef einhver gæludýr verða enn eftir eftir atburði dagsins. Jóhanna Ása hjá Kattholti er á línunni hjá okkur.

Frumflutt

13. nóv. 2023

Aðgengilegt til

12. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,