Síðdegisútvarpið

Þjóðarhöll,hverfaskipulag í borginni,bílastæðamál á Keflavíkurflugvelli og besta sveitahótel í heimi

Félagið Þjóðarhöll ehf. var stofnað í gær af ríkinu og Reykjavíkurborg. Félagið á standa byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal. Samningur ríkisins og borgarinnar var undirritaður af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ásmundur Einar kemur til okkar á eftir og segir okkur frá því hvað felst í þessu og hver séu næstu skref.

Isavia hefur gert breytingar á gjaldheimtu á leigubílastæðinu við Leifsstöð sem tóku gildi 8.janúar síðastliðinn. Stakt gjald fyrir innakstur á stæðið helst óbreytt en árskort standa ekki lengur til boða. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia verður á línunni hjá okkur á eftir og við spyrjum hann út í þetta og aðrar breytingar sem gerðar hafa verið á bílastæðamálum á Keflavíkurflugvelli

Senn fer ljúka kynningu á tillögum nýju hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi. Þessi kynning hófst 16. nóvember á síðasta ári og er áætlað henni ljúki fyrir lok janúar. Rólegt hefur verið í kringum tillögurnar hingað til og í gær fór fram leiðsögn um sýningu á tillögunum í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni. Við ætlum Ævar Harðarson deildarstjóra Hverfisskipulags Reykjavíkur og arkitekt til fara aðeins yfir þessar töllögur nýja hverfisskipulaginu með okkur og segja okkur hvers vegna það er brýnt íbúar þessara hverfa láti sig málið varða.

Þeir eru margir sem spreytt sig hafa á Bubba bæði í tali og tónum. Bubbi hefur haft gríðarlega mikil áhrif á marga og einn þeirra er Bjarni Ómar Haraldsson tónlistarmaður en hann er einn af þeim sem tilheyrir hópunum Alþýðububbi - Bjarni kemur til okkar á eftir og segir okkur frá átrúnaðargoðinu og við frumflytjum lag með Bjarna sem upphaflega var flutt af Bubba en í búningi Bjarna.

Hópur sem kallar sig Hugmyndasmiði eru gefa út bókina "Frábær hugmynd" henni er ætlað virkja börn í nýsköpun. Einnig verða frumsýndir sjónvarpsþættir á Rúv um helgina sem teknir eru í Elliðadalnum. Textahöfundur bókarinnar Eva Rún Þorgeirsdóttir kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.

Hótel Rangá hlaut nýlega viðurkenningu, sem besta sveitahótel í heiminum, sem veitt er af hótelkeðjunni Small Luxury Hotels of the World (SLH). Hótelstjórinn á hótel Rangá heitir Friðrik Pálsson og við hringjum í hann

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-01-12

ÁSGEIR TRAUSTI - Leyndarmál.

Herbert Guðmundsson Tónlistarm. - Þú veist það nú.

AL GREEN - Let's stay together.

COLDPLAY - Talk.

Bríet - Esjan.

Una Torfadóttir - Þú ert stormur (Pride lagið 2023).

JÓNAS SIG - Vígin falla.

Ásgeir Trausti Einarsson - Part of me.

Axel Flóvent - When the Sun Goes Down.

Malen - Right?.

HJÁLMAR - Manstu.

Bryan, Zach, Musgraves, Kacey - I Remember Everything.

Frumflutt

11. jan. 2024

Aðgengilegt til

10. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,