Síðdegisútvarpið

9.október

Fyrirhuguðum heimflutningi íslenskra strandaglópa í Ísrael var seinkað í dag en er hópurinn kominn til Amman í Jórdaníu, og áætlað er flugvélin fari í loftið kl. 1815 íslenskum tíma. Þetta er um hundrað manna hópur Íslendinga sem var á ferðalagi um Ísrael þegar stríðsátök brutust þar út um helgina. Við ætlum freista þess heyra í fararstjóranum Sigurði Kolbeinssyni hér á eftir.

Þingvellir eru náttúruundur á heimsvísu og staðurinn er einn allra vinsælasti þegar kemur heimsóknum ferðamanna til Íslands. Margir velta því fyrir sér hvort uppbygging á staðnum í takt við þann fjölda sem þangað kemur, nýjustu tölur segja 1, 2 milljón manns. Þetta fólk þarf á þjónustu halda og salerni eru þar engin undantekning. En það er flókið mál því mjög ströng reglugerð gildir um meðferð fráveitu á þessu svæði. Núna fer allt úr salernum á Þingvöllum í lokaða tankbíla sem flytja úrganginn í hreinsistöð við Sundahöfn. Þessu fylgir mikill kostnaður Einar Á.E. Sæmundsen er þjóðgarðsvörður á Þingvöllum hann kemur til okkar.

Nýlega skrifaði Valgeir Magnússon viðskipta- og hagfræðingur hugleiðigar um stýrivaxtahækkanir og Ásgeir Jónsson seðlabankastjórann og skrifaði hann meðal annars: eft­ir þenn­an langa tíma er hann far­inn hljóma eins og bit­ur og pirraður stjórn­andi. Það er yf­ir­leitt merki um hann orðinn of þreytt­ur á verk­efn­inu. Bit­ur og þreytt­ur stjórn­andi fær eng­an með sér og er bara fyr­ir.

Er Valgeir með lausnir við hugsanlegum vanda? Hafa viðbrögðin verið einhver frá seðlabankastjórnanum sjálfum? Við komumst því á eftir.

Þrír verðlaunahafar í matreiðslukeppnum kokkaskóla í Suður-Evrópu heimsóttu Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum nýverið til þess kynna sér vinnslu á saltfiski. Kokkarnir koma frá Spáni, Portugal og Ítalíu sem eru lönd sem eiga það sameiginlegt þar er saltfiskur í hávegum hafður. Björgvin Þór Björgvinsson frá Íslandsstofu leiddi hópinn. Hann segir okkur nánar frá tilgangi heimsóknarinnar á eftir.

Hamas samtökin gerðu ofsafengna eldflaugaárás á Ísrael á laugardagsmorgun. Þeir segjast hafa skotið yfir 5.000 flugskeytum, en Ísraelar segja þau hafa verið rúmlega 2.000. Yfir 700 Ísraelar hafa farist frá því Hamas lagði til atlögu á laugardagsmorgun. Rúmlega 500 hafa farist í árásum Ísraelshers á Gaza. Nýjustu fréttir herma fjárhagsaðstoð Evrópusambandsins til Palestínu hafi verið stöðvuð og Ísraelsmenn hafi lokað í morgun fyrir vatn og rafmagn til íbúa Gaza-strandarinnar.Bjarni Pétur Jónsson fréttamaður hefur fylgst með gangi mála síðustu klukkustu

Frumflutt

9. okt. 2023

Aðgengilegt til

8. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,