Síðdegisútvarpið

9.október

Fyrirhuguðum heimflutningi íslenskra strandaglópa í Ísrael var seinkað í dag en er hópurinn kominn til Amman í Jórdaníu, og áætlað er flugvélin fari í loftið kl. 1815 íslenskum tíma. Þetta er um hundrað manna hópur Íslendinga sem var á ferðalagi um Ísrael þegar stríðsátök brutust þar út um helgina. Við ætlum freista þess heyra í fararstjóranum Sigurði Kolbeinssyni hér á eftir.

Þingvellir eru náttúruundur á heimsvísu og staðurinn er einn allra vinsælasti þegar kemur heimsóknum ferðamanna til Íslands. Margir velta því fyrir sér hvort uppbygging á staðnum í takt við þann fjölda sem þangað kemur, nýjustu tölur segja 1, 2 milljón manns. Þetta fólk þarf á þjónustu halda og salerni eru þar engin undantekning. En það er flókið mál því mjög ströng reglugerð gildir um meðferð fráveitu á þessu svæði. Núna fer allt úr salernum á Þingvöllum í lokaða tankbíla sem flytja úrganginn í hreinsistöð við Sundahöfn. Þessu fylgir mikill kostnaður Einar Á.E. Sæmundsen er þjóðgarðsvörður á Þingvöllum hann kemur til okkar.

Nýlega skrifaði Valgeir Magnússon viðskipta- og hagfræðingur hugleiðigar um stýrivaxtahækkanir og Ásgeir Jónsson seðlabankastjórann og skrifaði hann meðal annars: eft­ir þenn­an langa tíma er hann far­inn hljóma eins og bit­ur og pirraður stjórn­andi. Það er yf­ir­leitt merki um hann orðinn of þreytt­ur á verk­efn­inu. Bit­ur og þreytt­ur stjórn­andi fær eng­an með sér og er bara fyr­ir.

Er Valgeir með lausnir við hugsanlegum vanda? Hafa viðbrögðin verið einhver frá seðlabankastjórnanum sjálfum? Við komumst því á eftir.

Þrír verðlaunahafar í matreiðslukeppnum kokkaskóla í Suður-Evrópu heimsóttu Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum nýverið til þess kynna sér vinnslu á saltfiski. Kokkarnir koma frá Spáni, Portugal og Ítalíu sem eru lönd sem eiga það sameiginlegt þar er saltfiskur í hávegum hafður. Björgvin Þór Björgvinsson frá Íslandsstofu leiddi hópinn. Hann segir okkur nánar frá tilgangi heimsóknarinnar á eftir.

Hamas samtökin gerðu ofsafengna eldflaugaárás á Ísrael á laugardagsmorgun. Þeir segjast hafa skotið yfir 5.000 flugskeytum, en Ísraelar segja þau hafa verið rúmlega 2.000. Yfir 700 Ísraelar hafa farist frá því Hamas lagði til atlögu á laugardagsmorgun. Rúmlega 500 hafa farist í árásum Ísraelshers á Gaza. Nýjustu fréttir herma fjárhagsaðstoð Evrópusambandsins til Palestínu hafi verið stöðvuð og Ísraelsmenn hafi lokað í morgun fyrir vatn og rafmagn til íbúa Gaza-strandarinnar.Bjarni Pétur Jónsson fréttamaður hefur fylgst með gangi mála síðustu klukkustu

Frumflutt

9. okt. 2023

Aðgengilegt til

8. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,