Síðdegisútvarpið

Prescriby lýkur 300 milljóna hlutafjárútboði,Mogginn með borgarafundi,heljarmenni gengur fyrir Píeta og diskósúpudagar

13 skiluðu listum áður en framboðsfrestur til embættis forseta Íslands rann út á hádegi í dag. Framundan er spennandi kosningabarátta og gera ráð fyrir um fátt annað verði fjallað í fjölmiðlum næstu misserin. Mogginn ætlar vera með skemmtilega nýjung í umfjöllun sinni í aðdraganda kosninganna og hingað til mín á eftir kemur Andrés Magnússon blaðamaður og fulltrúi ristjóra til segja okkur frá því sem í boði verður á Morgunblaðinu en auk þess ætlum við ræða frambjóðendurna og baráttuna sem framundan er.

Fyrir skömmu kom Kjartan Þórsson læknir til okkar til segja okkur frá Prescriby en Prescriby er hugbúnaðarkerfi sem gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift veita öruggari meðferðir og eftirfylgd með sterkum verkjalyfjum, róandi og svefnlyfjum. Kerfið var þróað á Íslandi af læknum og forriturum og er komið í notkun á nokkrum stöðum á Íslandi auk þess sem kerfið á vera farið í loftið í Kanada og er á leið í loftið í Danmörku síðar á þessu ári. eru nýjar og ánægjulegar fréttir berast af þessu sprotafyrirtæki sem vinnur ópíóíða forvörnum en Prescriby var ljúka 300 milljón króna hlutafjárútboði. Við sláum á þráðinn til Kjartans Þórssonar á eftir og fáum heyra betur af þessu.

Síðasta laugardag í apríl, tileinka Slow Food samtökin um heim allan baráttunni við matarsóun en um þriðjungur allra framleiddra matvæla fara í ruslið á heimsvísu, talið er matarsóun ein og sér ábyrg fyrir losun 8 - 10% allra gróðurhúslofttegunda. Hér í Reykjavík verða um helgina haldnir Diskósúpudagar Slow Food og sem veit allt um málið heitir Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari og kennari og hún ætlar segja okkur betur frá Diskósúpunni á eftir auk þess sem við ræðum við hana um mikilvægi þess minnka matarsóun.

Í gær var sumardagurinn fyrsti og því náðum við ekki koma MEME-i vikunnar eins og alla fimmtudaga þannig Atli Fannar Bjarkason kemur til okkar á eftir með sjóðandi heitt MEME.

í apríl stendur yfir hönnunar mars og við ætlum beina sjónum okkar hönnun í þættinum. Við ætlum heyra í Erni Smára Gíslsyni hönnuði en hann hefur verið heltekin af þeim formum sem hægt er finna í auðlindinni sem er allt í kringum landið, sjónum. Hann er með sýningu sem opnaði í gær í Sjávarklasanum og hefur yfirskriftina Sæ:flúr. Meira um það á eftir.

Berg­ur Vilhjálmsson starfar hjá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins sem slökkviliðs-, og sjúkra­flutn­ingamaður en hann er í þessum töluðu orðum ganga frá Akranesi, inn og út Hvalfjörðinn og til Reykjavíkur alls 100 kílómetra með sleða hlaðinn 100 kílóum. Þetta gerir hann allt til heiðra minningu mömmu besta vinar síns, en hún lést fyrir einu og hálfi ári síðan eftir mikil andleg veikindi og er þetta söfnunarganga fyrir Píeta en Píeta eru eins og allir vita samtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Við ætlum heyra í Bergi eftir smá stund og heyra hvernig ferðalaginu miðar og hvernig hann hafi það á þessari erfiðu göngu.

Frumflutt

26. apríl 2024

Aðgengilegt til

26. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,