Síðdegisútvarpið

Spáð í forsetaspilin með Birni Inga, Ásthildur bæjarstjóri vill göng og Stockfish

Ljóst er margir sækjast eftir því verða næsti forseti lýðveldisins en inn á vefnum island.is hafa 60 manns stofnað til meðmælasöfnunar. Margir hafa verið orðaðir við embættið og um helgina fengum við fregnir af því lénið katrínjakobs.is hefði verið stofnað auk lensins hallahrund.is. Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar á morgun og Þorgerður Katrín vill kosningar óháð valhoppi Katrínar Jakobsdóttur. En hvað gerist eiginlega næst ? Einn þeirra sem hefur aðeins reynt spá fyrir um það er Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri Viljans og hann ætlar koma til mín á eftir og fara aðeins yfir sviðið með okkur.

Síðustu dagar hér á landi hafa einkennst af vondu veðri og ófærð og hafa landsmenn á leið úr páskafríi víða lent í vandræðum vegna þessa. Öxnadalsheiðin var til mynda lokuð í lengri tíma vegna ófærðar og slæms skyggnis en var opnuð um klukkan níu í morgun en þá var nostast við fylgdarakstur. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar tjáði sig um það á feisbúkk í gær það lægi í augum uppi huga þurfi alvarlega jarðgöngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Ásthildur verður á línunni hjá okkur á eftir.

Þórunn Lárusdóttir leikkona, leikstjóri og stjórnarmeðlimur Stockfish hátíðarinnar kemur til mín á eftir ásamt Hrönn Kristinsdóttur framkvæmdastjóra Stockfish en þær ætla segja okkur frá hátíðinni sem hefst núna á fimmtudaginn og stendur í tíu daga í Bíó Paradís. Hvað er það helsta sem þarna verður í boði ? Meira um það hér á eftir.

Stærsta kokteilahátíð Íslands, Reykjavík Cocktail Weekend verður haldin 3. 7. Apríl en það er Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir þessari árlegu hátíð og hingað til mín á eftir til segja okkur frá þessu koma þeir Ómar Vilhelmsson verkefnastjóri og Teitur Riddermann Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands.

Okkar maður í Síðdegisútvarpinu Kristján Freyr er staddur fyrir vestan pakka saman eftir vel heppnaða Aldrei fór ég suður hátíð og við ætlum aðeins taka stöðuna á honum fyrir lok þáttar.

En við byrjum á þessu: Óvíst er vegagerðinni takist opna Fjarðarheiði og rjúfa einangrun Seyðfirðinga í dag en djúp snjógöng hafa myndast á heiðinni. Vegagerðinni og björgunarsveitinni Ísólfi tókst fylgja 95 bílum yfir heiðina í gærkvöld. Á línunni hjá mér er Jón Halldór Guðmundsson nefndarmaður í heimstjórninni á Seyðisfirði.

Frumflutt

2. apríl 2024

Aðgengilegt til

2. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,