Síðdegisútvarpið

Ópíóðafaraldur og ákall til stjórnvalda, Íslandsmótið í skrafli og tillaga um fimm ára börn í grunnskóla

Morgunblaðið greindi frá því í morgun lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hafði borist kæra á hendur tveimur af forsvarskonum Solaris-hjálparsamtakanna, þeim Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Þrastardóttur. Í kærunni eru þær sakaðar um refsiverða háttsemi í tengslum við söfnun samtakanna til aðstoða við brottflutning Palestínufólks af Gaza, m.a. um brot á lögum um opinberar fjársafnanir og um mútugreiðslur til erlendra starfsmanna. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Maríu Lilju og hann ætlar setjast niður með okkur og greina frá því hvernig málið horfir við umbjóðanda hans.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um ópíóðafaraldurinn er svört. Í skýrslunni kemur fram ekkert ráðuneyti eða stofnun hefur tekið skýra forystu í málum er varða ópíóíðafíkn eða fíknivanda almennt en heilbrigðisráðuneyti beri taka hana. Yfir 100 manns deyja á ári hverju úr fíknisjúkdómnum. Á bak við þessi týndu líf eru minnsta kosti 1.000 aðstandendur og fjölskyldur sem brotna niður harmi slegnar. Foreldrar eru missa börnin sín og börn eru missa foreldra sína. Til ræða þessi mál og segja okkur frá samstöðufundi sem haldinn verður á morgun koma til okkar þau Kolfreyja Sól ung stúlka í bata eftir meðferð á Hlaðgerðarkoti og Sigmar Guðmundsson þingmaður.

Um helgina er framundan Íslandsmótið í skrafli en mótið var fyrst haldið árið 2013. Það segja ákveðin sprenging hafi orðið í skrafláhuga landsmanna þegar netskrafl tók ryðja sér til rúms. Við fáum einn af forkólfum skraflhreyfingarinnar á Íslandi Hildi Lilliendahl í spjall til okkar, hitum upp fyrir mótið um helgina og heyrum aðeins af skrafláhuga þjóðarinnar.

Hvað er Hyrox ? Við ætlum forvitnast um það á eftir hjá Evert Víglundssyni corssfitt kóngi.

Og eins og alltaf á fimmtudögum þá mætir Atli Fannar til okkar með MEME vikunnar.

Sjálf­stæðis­menn í borg­inni munu leggja fram til­lögu á borg­ar­stjórn­ar­fundi næst­kom­andi þriðju­dag sem fel­ur í sér efna til til­rauna­verk­efn­is um hefja kennslu í fimm ára bekk. Og á línunni hjá okkur er Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðisflokksins í borginni.

Lagalistinn:

LAND OG SYNIR - Von Mín Er Sú.

HAIM - Don't Wanna.

Curtis Mayfield - Move on Up.

JENNIFER LOPEZ - Jenny from the block.

FLEETWOOD MAC - Don't Stop.

ÚLFUR ÚLFUR - Þú hér.

Helgi Björnsson - Himnasmiðurinn.

Una Torfadóttir - Um mig og þig.

McKenna, Declan - Slipping Through My Fingers.

Frumflutt

4. apríl 2024

Aðgengilegt til

4. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,