Síðdegisútvarpið

Sérsveitin í stuðningi í Köln, snjóstormur í aðsigi, styðjandi frændur í Færeyjum og staða á mati Náttúruhamfaratrygginga í Grindavík.

Matsmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa unnið við matsgerðir á fasteignum í Grindavík undanförnu. Fyrir helgi var búið skoða 260 húseignir í Grindavík en 115 biðu tjónaskoðunar. Vegna eldgossins sem hófst á sunnudaginn boðuðu Náttúru-hamfaratryggingar Íslands matsgerðir myndu tefjast. En hver eru næstu skref stofnunarinnar þegar kvikugangurinn í Grindavík heldur áfram breikka og síga í nýja sigdalnum og fyrir norðan bæinn. Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands verður á línunni hjá okkur á eftir.

Sagt var frá því í færeyskum miðlum í gær Rauði kross­inn þarlendis hafi hrint af stað söfn­un fyr­ir Grind­vík­inga en frá þessu var greint í fær­eyska vef­miðlin­um in.fo. Þetta var gert í kjölfar þess Rauði krossinn á Íslandi hóf tímabundna söfn­un til aðstoðar þeim sem hafa orðið fyr­ir áhrif­um eld­goss­ins í Grinda­vík og Fær­ey­ing­ar voru ekki lengi bregðast við í sínum stuðningi. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem frændur okkar í Færeyjum leggja hendur á plóg sýna íslensku þjóðinni samhug. Við heyrum í Oddi Frey Þorsteinssyn, kynningar- og fjölmiðlafulltrúa Rauða krossins hér í Reykjavík um söfnunina og frændur okkar Færeyinga.

Veðurstofan spáir talsverðri snjókomu í nótt og fram á morgundaginn á sunnan- og vestanverðu landinu. Viðbúið er akstursskilyrði versni og á nokkrum stöðum geta samgöngur raskast. Við heyrum í Hjalta Jóhannesi Guðmundssyni hjá Reykavíkurborg og spyrjum hvort allir séu klárir í bátana og hvernig snjóhreinsun verður háttað í fyrramálið.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta náði sæti í milliriðli EM í gær þrátt fyrir tapa illa sinni viðureign á móti Ungverjalandi í München. Við taka erfiðir leikir á móti alræmdum handboltaþjóðum, eins og Þýskalandi, Frakklandi og Króatíu meðal annarra. En milliriðillinn fer fram í Köln og þangað fara strákarnir okkar rétt eins og okkar fólk í Sérsveitinni, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins. Þau voru stödd í lestinni í átt Köln áðan og við ætlum heyra í Kjartani Vídó Ólafssyni, markaðsstjóra HSÍ sem er með þeim í ferð og spyrja hvort liðið og stuðningsfólk ekki vopnum sínum aftur eftir ósigurinn í gær.

Sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í síðustu viku samhliða forsetakosningunum í byrjun júní íbúar kjósi einnig um hvort breyta eigi nafni sveitarfélagsins og hvert það nafn eigi vera. Boða á til íbúafundar í mars þar sem málið verður kynnt og rætt en Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur sameinuðust árið 2002. Við ætlum heyra í Haraldi Þór Jónssyni oddvita hreppsins á eftir og spyrja hann nánar út í þetta allt saman.

En við byrjum á því hringja út í heim, beint í Björn okkar Malmquist sem segir okkur hvað ber hæst í Brussel þessi dægrin.

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-01-18

KRASSASIG - Einn Dag Í Einu.

Ásgeir Trausti Einarsson - Part of me.

RAVEN & RÚN - Handan við hafið.

SSSÓL - Síðan Hittumst Við Aftur.

Police, The - Walking on the moon.

NÝDÖNSK - Lærðu Ljúga.

FRIÐRIK ÓMAR & JÓGVAN - Rómeo og Júlía.

Sheeran, Ed - American Town.

DJ Ötzi - Sweet Caroline.

Bryan, Zach, Musgraves, Kacey - I Remember Everything.

HIPSUMHAPS - Á hnjánum.

HILDUR - I'll Walk With You.

Frumflutt

17. jan. 2024

Aðgengilegt til

16. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,