Síðdegisútvarpið

Sérsveitin í stuðningi í Köln, snjóstormur í aðsigi, styðjandi frændur í Færeyjum og staða á mati Náttúruhamfaratrygginga í Grindavík.

Matsmenn á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa unnið við matsgerðir á fasteignum í Grindavík undanförnu. Fyrir helgi var búið skoða 260 húseignir í Grindavík en 115 biðu tjónaskoðunar. Vegna eldgossins sem hófst á sunnudaginn boðuðu Náttúru-hamfaratryggingar Íslands matsgerðir myndu tefjast. En hver eru næstu skref stofnunarinnar þegar kvikugangurinn í Grindavík heldur áfram breikka og síga í nýja sigdalnum og fyrir norðan bæinn. Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands verður á línunni hjá okkur á eftir.

Sagt var frá því í færeyskum miðlum í gær Rauði kross­inn þarlendis hafi hrint af stað söfn­un fyr­ir Grind­vík­inga en frá þessu var greint í fær­eyska vef­miðlin­um in.fo. Þetta var gert í kjölfar þess Rauði krossinn á Íslandi hóf tímabundna söfn­un til aðstoðar þeim sem hafa orðið fyr­ir áhrif­um eld­goss­ins í Grinda­vík og Fær­ey­ing­ar voru ekki lengi bregðast við í sínum stuðningi. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem frændur okkar í Færeyjum leggja hendur á plóg sýna íslensku þjóðinni samhug. Við heyrum í Oddi Frey Þorsteinssyn, kynningar- og fjölmiðlafulltrúa Rauða krossins hér í Reykjavík um söfnunina og frændur okkar Færeyinga.

Veðurstofan spáir talsverðri snjókomu í nótt og fram á morgundaginn á sunnan- og vestanverðu landinu. Viðbúið er akstursskilyrði versni og á nokkrum stöðum geta samgöngur raskast. Við heyrum í Hjalta Jóhannesi Guðmundssyni hjá Reykavíkurborg og spyrjum hvort allir séu klárir í bátana og hvernig snjóhreinsun verður háttað í fyrramálið.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta náði sæti í milliriðli EM í gær þrátt fyrir tapa illa sinni viðureign á móti Ungverjalandi í München. Við taka erfiðir leikir á móti alræmdum handboltaþjóðum, eins og Þýskalandi, Frakklandi og Króatíu meðal annarra. En milliriðillinn fer fram í Köln og þangað fara strákarnir okkar rétt eins og okkar fólk í Sérsveitinni, stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins. Þau voru stödd í lestinni í átt Köln áðan og við ætlum heyra í Kjartani Vídó Ólafssyni, markaðsstjóra HSÍ sem er með þeim í ferð og spyrja hvort liðið og stuðningsfólk ekki vopnum sínum aftur eftir ósigurinn í gær.

Sveitastjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í síðustu viku samhliða forsetakosningunum í byrjun júní íbúar kjósi einnig um hvort breyta eigi nafni sveitarfélagsins og hvert það nafn eigi vera. Boða á til íbúafundar í mars þar sem málið verður kynnt og rætt en Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur sameinuðust árið 2002. Við ætlum heyra í Haraldi Þór Jónssyni oddvita hreppsins á eftir og spyrja hann nánar út í þetta allt saman.

En við byrjum á því hringja út í heim, beint í Björn okkar Malmquist sem segir okkur hvað ber hæst í Brussel þessi dægrin.

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-01-18

KRASSASIG - Einn Dag Í Einu.

Ásgeir Trausti Einarsson - Part of me.

RAVEN & RÚN - Handan við hafið.

SSSÓL - Síðan Hittumst Við Aftur.

Police, The - Walking on the moon.

NÝDÖNSK - Lærðu Ljúga.

FRIÐRIK ÓMAR & JÓGVAN - Rómeo og Júlía.

Sheeran, Ed - American Town.

DJ Ötzi - Sweet Caroline.

Bryan, Zach, Musgraves, Kacey - I Remember Everything.

HIPSUMHAPS - Á hnjánum.

HILDUR - I'll Walk With You.

Frumflutt

17. jan. 2024

Aðgengilegt til

16. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,