Síðdegisútvarpið

24. október

Sjálf viðburðarstýra kvennaverkfallsins, Inga Auðbjörg Straumland verður á línunni á eftir. Munum við heyra í henni um hvernig verkfallið hefur gengið fyrir sig í dag. Engar áhyggjur hlustendur góðir, við fengum formlegt leifi frá henni sjálfri á föstudaginn var.

Í byrjun síðustu aldar tók þjóðin ástfóstri við bílinn, þetta einstaka samgöngutæki sem greiddi götu og létti störf, auk þess opna landið og veita ferðafrelsi. Bíllinn átti stóran þátt í mótun þéttbýlis á Íslandi og hefur haldið hjólum atvinnulífsins gangandi í meira en öld. Um þetta fjallar ljósmyndabókin Bílar í lífi þjóðar sem hefur geyma hátt í 900 myndir sem margar hverjar hafa hvergi sést áður. Örn Sigurðsson er höfundur bókarinnar, hann kemur á eftir.

Forsvarsmenn listasafnsins Ars Longa á Djúpavogi leita fjármagns til bæta Vogshús og ríkir bjartsýni á það muni ganga eftir.En heimastjórn Djúpavogs sendi forsvarsmönnum safnsins bréf fyrir nokkru þar sem kallað er eftir endurbótum á húsinu. Einn af forsvarsmönnunum er listamaðurinn Sigurður Guðmundsson sem verður á línunni frá Djúpavogi og segir okkur meðal annars frá mikilvægi húsins.

Frumflutt

24. okt. 2023

Aðgengilegt til

23. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,