Netöryggis-og viðbragðsteymi CERT-IS hvetur fólk til að vera á varðbergi næstu vikur í tilefni af tilboðsdögum sem framundan eru og einn slíkur er einmitt á morgun svokallaður Singles day. Í tilkynningu frá Certis kemur fram að fólk eigi sérstaklega að vera á verði gagnvart öllum smáskilaboðum tengdum kaupum á netinu. Magni Sigurðsson fagstjóri yfir atvika meðhöndlun hjá Cert - is verður á línunni hjá okkur.
Í gær fengum við fréttir af því á mbl.is í gær að Móðurfélag Heimkaupa hyggðist fara í slag á lágvöruverðsmarkaði. Stefnt sé að því að verslun opni fyrir páska á næsta ári miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Og var haft eftir forstjóra Heimkaupa að mikil tækifæri væru á þessum tímapunkti fyrir nýja lágvöruverðsverslun. Gréta María Grétarsdóttir forstóri Heimkaupa kemur til okkar á eftir.
Nýlega kom út bókin Afi minn stríðsfanginn og er höfundur hennar fjölmiðlakonan Elín Hirst. Sögusviðið er heimstyrjöldin síðari en skömmu eftir að Bretar hernámu Ísland handtóku þeir alla Þjóðverja sem bjuggu á landinu, skipti þá engu hvort þeir studdu málsstað nasista eður ei. Karl Hirst, afi Elínar Hirst, var einn þessara manna og beið hans eins og hinna vist í fangabúðum í Englandi. Og þegar vistinni í fangabúðunum lauk tók við annar hryllingur. Elín kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.
Á morgun fer fram Matarmótið 2023 í Valaskjálf á Egilsstöðum en þar munu framleiðendur frá Austurlandi kynna og selja fjöbreyttar vörur og gefa góð ráð. Í fyrramálið verður á dagskrá málþing um landsins gæði en þar verður meðal annars farið yfir niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir íbúa Austurlands síðastliðið vor og ýmsir sérfæðingar fengnir að borðinu til að rýna hana. Við ætlum að fræðast um þennan mikla matardag fyrir austan í þættinum en Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú veit allt um málið.
Nú má sjá Fb færslur sem hljóma svo : Ekki gleyma að á morgun byrjar nýja Facebook reglan þar sem þeir geta notað myndirnar þínar. Ekki gleyma frestinum í dag!! Það er hægt að nota það í málsóknum gegn þér. Allt sem þú hefur nokkurn tíma birt verður opinbert frá deginum í dag jafnvel skilaboðum sem hefur verið eytt. Einfalt afrit og líma kostar ekkert, betra í öruggri kantinum. En hvað þýðir þetta ? Atli Fannar Bjarkason segir okkur allt um það.
En við byrjum á þessu Albertína Friðbjörg Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE er á línunni hjá okkur en Albertína skrifaði pistil sem birtist á akureyri.net á dögunum þar sem hún benti á þá ótrúlegu staðreynd að það væri ódýrast að fljúga á milli