Síðdegisútvarpið

19.september

Magni Hreinn Jónsson er einn þeirra sem er á skriðuvakt veðurstofunnar enda full ástæða til. Óvissustig almannavarna er í gildi á Austurlandi vegna mikilla rigninga og hættustig er í gildi vegna skriðuhættu á Seyðisfirði auk þess sem nokkur hús voru rýmd í gær. Á austurlandi hafa þónokkrar aurskriður fallið í dag. Magni Hreinn segir okkur nánar frá stöðunni á eftir.

Við heyrum í okkar konu á Akureyri Gígju Hólmgeirsdóttur. Hún ætlar skreppa í Samkomuhúsið og kíkja við á æfingu hjá tvíeykinu Hundi í óskilum, þeim Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen, en þeir frumsýna fyrir norðan Njálu á hundavaði núna á föstudaginn.

rignir ásökunum yfir grínistann, leikarann og aðgerðarsinnann Russell Brand. Russell er áskaðaur um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi. Um er ræða hóp kvenna og var ein þeirra aðeins 16ára þegar brotið átti hafa átt sér stað. Hingað til hefur Russle verið einn vinsælasti maður Hollywood, bæði sem leikari, grínisti og hugsuður sem margir aðdáendur hans hreinlega líta á hans orð sem heilagan sannleik. Hugsanlega verður breyting á því. Ingunn Lára Kristjánsdóttir fréttamaður kemur á eftir til rekja sögu Russle Brand og rýna í stöðuna sem upp er komin.

Í kvöld verður boðið upp á tónleikar með tónlist frá frumbyggjum Amazon nánar tiltekið af Huni Kuin ættbálknum. Auk tónlistar ætla meðlimir segja sögur af forfeðrum. En hvernig tengist þessi hópur Íslandi ? Við fáum vita allt um það á eftir þegar hún Björg Fríður Freyja Elíasdóttir sest hjá okkur.

Sjöunda þáttaröð Kveiks hefst í kvöld. Ingólfur Bjarni Sigfússon kemur til okkar á eftir ásamt nýjum liðsmanni Kveiks, henni Kristínu Sigurðardóttur.

Fyrr í dag urðu stór tímamót í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá var fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu. Með þessari landtengingu opnast einnig möguleiki á kolefnislosunarlausum heimsóknum skemmtiferðaskipa í Faxaflóa þegar um svokölluð hybrid skip er ræða. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er stjórnarformaður Faxaflóahafna og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Hún kemur til okkar eftir smá stund.

Frumflutt

19. sept. 2023

Aðgengilegt til

18. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,