Síðdegisútvarpið

Ný tegund uppgötvuð á Íslandi, blikur á lofti í ferðamannaiðnaði og golfbíl stolið af frægri vinstri skyttu

Geðhjálp er orðinn aðili Umhyggju, félagi langveikra barna. Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju kemur til okkar og útskýrir hvað aðild getur þýtt fyrir félaga í Geðhjálp en kynningarfundur verður haldinn á fimmtudaginn um málið.

Líkur eru á því eldgos komi upp undir sjó nærri Eldey á Reykjanesinu. Freysteinn Sigmundsson jarðfræðingur ræðir um stöðuna á Reykjanesinu.

Leikfélagið á Dalvík hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld minnisvarði verði reistur um tökur á þáttunum True Detective: Nightcountry sem eru sýndir á Max/HBO sjónvarpsstöðinni. Friðjón Árni Sigurvinsson lék í þáttunum og er upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar. Hann ætlar segja okkur frá því hvernig var leika í þáttunum, og þýðingu þeirra fyrir sveitafélagið.

Kolkrabbi hefur bæst í flóru sjávardýra á Íslandi, en nýr kolkrabbi var uppgötvaður í upphafi síðasta áratugar og er staðfest þessi örlitli kolkrabbi er alíslenskur og hefur verið nefndur Ægir í höfuðið á jötninum sjálfum. Þau Steinunn Hilma Ólafsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og Guðmundur Guðmundsson, flokkunarfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, koma til okkar og ræða þennan merka fund.

Vinstri skyttan og mögulega höggþyngsti maður Íslandssögunnar, Sigurður Sveinsson, varð fyrir því óláni óprúttnir aðilar stálu fagurrauðum bensínknúnum golfbíl af heimili hans. Siggi Sveins gaf þjófunum færi á skila bílnum, ella myndi hann elta þá uppi eins og Liam Neeson í alræmdri spennumynd, og tjarga þá og fiðra. Það er hollt fyrir þessa menn muna hér fer ein hraustasta handboltakempa íþróttasögunnar.

Flugfélagið play er með vilyrði fyrir hlutafjáraukningu upp á tveir komma sex milljarða króna. Markmiðið er fyrst og fremst styrkja lausafjárstöðu félagsins. Það gætir á óróleika í ferðaiðnaðinum meðal annars tengdum jarðhræringum á Reykjanesi sem höfðu neikvæð áhrif á eftirspurn og verkfall flugumferðarstjóra. Ofan á allt annað hefur hlutabréfaverð Icelandair lækkað um meira en 9% í ár og hefur ekki verið lægra síðan árið 2020.

Frumflutt

20. feb. 2024

Aðgengilegt til

19. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,