Síðdegisútvarpið

Svarti svanurinn, Gigg hagkerfið, Brussel og óveður fyrir norðan

Gigg-hagkerfið er afsprengi aukinnar tækni á vinnumarkaði, alþjóðavæðingu og samkeppni í þjónustuframboði og eru fyrirtæki því ekki jafn bundin af því ráða starfsmann inn til lengri tíma í fullt starf. Ein þjónusta sem hefur rutt sér til rúms hér heima eru matarsendingar frá Wolt og í grein sinni í vikunni gagnrýna þau Halldór Oddsson og Saga Kjartansdóttir þessa þjónustu harðlega fyrir svína verulega á þeim sem sendast fyrir Wolt. Þau Halldór og Saga útskýra meinta brotalömina.

Stattu og vertu steini! er yfirskrift verkefnis á vegum Listasafns Íslands er fjallar um þjóðsögurnar í íslenskri menningu og myndlist. Verkefnið er marglaga, en fyrst og fremst snýst það um kynna þennan mikilvæga menningararf fyrir komandi kynslóðum. Ragnheiður Vignisdóttir er fræðslu- og útgáfustjóri Listasafnsins og fræðir okkur um verkefnið.

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í samstarfi við fjölmörg ráuneyti og stofnanir hafa boðað til samtals um Sáttmála framtíðarinnar á morgun kl. fimm í Mannréttindarhúsinu. Við sláum á þráðinn til Völu Karenar Viðarsdóttur sem er framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á íslandi og heyrum meira hvað þarna verður boðið upp á.

Svartur svanur er heiti nýrra danskra heimildarþátta sem hefja göngu sína á RÚV í kvöld. Þáttaserían fór í loftið í Danmörku í síðustu viku og setti allt á hliðina. Upplegg þáttana er umfangsmikil rannsókn á sláandi glæpastarfsemi í undirheimum Danmerkur og Norðurlanda og hefur fréttamaðurinn Hallgrímur Indriðason kynnt sér þættina og ætlar segja okkur hverju við eigum von á.

Það hefur gustað vel fyrir norðan og fréttir hafa borist af fólki sem lent hefur í alls kyns ógöngum Sigurbjörn Árni Arngrímsson er einn þeirra en hann setti lítið dagbókarbrot á fésbókina í morgun og manni rann bara kalt vatn milli skinns og hörunds við lesturinn. Við heyrum í Sigurbirni og fáum brot af því besta.

Björn Malmquist verður í beinni frá Brussel en á morgun hefjast kosningar til Evrópuþingsins sem standa fram á sunnudag. Björn fræðir okkur um fyrirkomulag þessara kosninga hversu margir eru á kjörskrá og auðvitað um hvað er verið kjósa.

Frumflutt

5. júní 2024

Aðgengilegt til

5. júní 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,