Síðdegisútvarpið

Eldsvoði í Kaupmannahöfn, Mannréttindadómstóllinn og listería

Eldur kviknaði í kauphöllinni, Børsen, í miðborg Kaupmannahafnar rétt fyrir klukkan átta í morgun en byggingin er ein elsta í borginni og var byggð árið 1625. Hún hýsti áður kauphöllina en þar eru höfuðstöðvar viðskiptaráðs.

Menningarmálaráðherra Danmerkur segir fjögur hundruð ár af danskri menningu hreinlega standa í ljósum logum. Hún Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, verður á línunni.

Sjö nemendur útskrifast úr kokkanámi í vor en þyrftu vera 40 til anna eftirspurn veitingageirans. Þetta segir framkvæmdastjóri hótel- og matvælaskóla Menntaskólans í Kópavogi. Veitingamenn hafa áhyggjur af þessari þróun en dregið hefur verulega úr umsóknum um kokkanám síðustu ár. Haraldur Jóhann Sæmundsson ræðir við okkur um þessa þróun.

Þessa dagana eru salmonella og listería dálítið mikið í umræðunni meðal annars vegna gruns um salmonellusmit í kjúklingi frá Matfugli. Fréttir um tíðni sýkinga af völdum listeríu fara ört vaxandi í Evrópu. Sæmundur Sveinsson fagstjóri og sérfræðingur í greiningum á ýmsum matbornum sjúkdómum, ætlar fara yfir þessa ískyggilegu þróun með okkur.

Reiðhjólabændur safna gömlum hjólum, gera við þau og gefa fólki sem á annars litla möguleika á eignast reiðhjól. Þetta gera bændur í samstarfi við Barnaheill. Reiðhjólabóndinn Birgir Birgsson kemur til okkar og talar um þetta frábæra verkefni.

Ísland heldur heimsmeistaramótið í handbolta árið 2031. Þetta er augljóslega metnaðarfullt verkefni sem kallar á flókinn undirbúning. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður fer yfir þessi mál með okkur.

En fyrst þetta: Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað íslenska ríkið hafi brotið gegn réttinum til frjálsra kosninga og skilvirkra réttarúrræða við alþingiskosningar 2021, en úrskurður dómstólsins var kveðinn upp í morgun. Þetta birtist helst í því frambjóðendur sem virtust vera inni á þingi, duttu út eftir endurtalningu, eða níu þingmenn í það heila og hafði það víðtæk áhrif á flokka. Meðal þeirra var Guðmundur Gunnarsson sem var í framboði fyrir Viðreisn. Hann er hérna hjá okkur.

Frumflutt

16. apríl 2024

Aðgengilegt til

16. apríl 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,