Síðdegisútvarpið

Týndu stelpurnar, sönn íslensk sakamál og bílastæðin við Leifsstöð

Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health í samstarfi við dr Sigríði Björnsdóttur sérfræðing í innkirtla - og efnaskiptasjúkdómum og Hjartavernd birti nýverið í Journal og Medical Internet Research Cardio niðurstöður rannsóknar sem gerð var hér á landi meðal einstaklinga með fitulifur. Niðurstöðurnar lofa góðu um gagnsemi starfræns meðferðarúrræðis við meðhöndlun fitulifrar og við ætlum heyra í Sigríði og hana til segja okkur af tilurð rannsóknarinnar og við spyrjum hana líka út í fitulifur hverjar orsakir eru og hverjir eru líklegri en aðrir til slíkt.

Samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar hefur erlendum brottfarafarþegum á Keflavíkurflugvelli fjölgað það sem af er þessu ári miðað við sama tíma í fyrra og svo virðist sem jarðhræringar og dýrtíð hér á landi hafi ekki áhirf á þann fjölda sem ákveður heimsækja landið. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri ætlar koma til okkar á eftir og ræða við okkur um áfangastaðinn Ísland.

Nýlega var opnuð vefsíðan tyndustelpurnar en þar er finna upplýsingar fyrir konur og stelpur með adhd og er síðan alhliða verkfærakista fyrir þær og þeirra nánasta umhverfi. Stella Rún Steinþórsdóttir sem fékk adhd greiningu uppúr þrítugt er ein stofnenda síðunnar og hún ætlar koma til okkar á eftir og segja okkur frá hvers vegna farið var út í opna vefinn og hvað þar er finna.

Íslandspóstur tilkynnti í síðustu viku um lokun pósthúsanna í Neskaupstað, á Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. Í erindi sem Pósturinn sendi Byggðastofnun, sem hefur eftirlit með póstþjónustu, kemur fram reiknað með loka pósthúsunum frá og með 1. júní þótt nákvæmur lokunardagur liggi ekki fyrir. Við heyrum í Ragnari Sigurðssyni formanni bjæarráðs í Fjarðabyggð og fáum viðbrögð hans við þessum áformum póstsins.

Helgi Jóhannsson & Hörður Sveinsson - leikstjórar Íslenskra Sakamála koma til okkar á eftir, en fyrsti þáttur af Íslenskum sakamálum var frumsýndur í Sjónvarpi Símans sl. fimmtudag og við ætlum forvitnast um þessa nýju seríu síðar í þættinum.

Fyrir helgi bárust fréttir af því öll langtímastæði við Keflavíkurflugvöll væru uppseld fram yfir páska. En hvernig á fólk snúa sér sem er ferðast frá landinu og hvar á þetta fólk leggja ? Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia er á línunni hjá okkur.

Frumflutt

25. mars 2024

Aðgengilegt til

25. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,