Síðdegisútvarpið

3.janúar

Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar hvort 17 mánaða drengur hafi verið umskorinn í heimahúsi á Akureyri. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV var umskurðurinn framkvæmdur af trúarlegum ástæðum. Alþingismenn lögðu fram frumvarp um algjört bann við umskurði drengja árið 2018 en eftir harða umræðu var málið sett á salt og ekkert heyrst um það frekar. Það þýðir umskurður er tæknilega séð ekki ólöglegur, en þó eru lög sem geta átt við þegar slíkar aðgerðir eru framkvæmdar á börnum - og því er lögreglan rannsaka málið. Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og ein af þeim sem lögðu fram frumvarpið á sínum tíma. Hún ræðir við okkur um þetta viðkvæma mál og hvort það tilefni til þess taka það aftur upp á þingi.

Það eru ekki bara forsetakosningar á næsta leyti, heldur sögulegar biskupskosningar, sem eru haldnar í fyrsta skiptið eftir ríki og kirkja voru aðskilin. Þá koma þessar kosningar í kjölfar þess efast var um hæfi Biskups Íslands sem hefur verið án umboðs því er fram kom í Úrsk­urðar­nefnd þjóðkirkj­unn­ar. minnsta kosti fjórir hafa gefið kost á sér sem biskup. Hvernig virkar þetta, hverjir kjósa þá og hvað mun það þýða fyrir þjóðirkjuna. Pétur Markan biskupsrritari útskýrir þetta allt saman fyrir okkur á eftir. Það brá kannski einhverjum í brún þegar Hemmi Gunn sjálfur birtist óvænt hress og glaður í skaupinu eftir hafa verið látinn í um árabil. Málið vekur upp áleitnar spurningar um persónu okkar eftir dauðann. bíða okkar ekki aðeins athyglisverðar tilvistarlegar spurninga rum líffæragjafir, heldur líka hvað verður um röddina okkar og ásjónu ógleymdri sálinni, þó við látum það vera í bili. Lögmaðurinn og sérfræðingurinn í hugverkaréttindinum, Lára Herborg Ólafsdóttir kemur til okkar og útskýrir lögfræðilegu hliðina á þessu öllu saman. Hvað er list? Tollstjórinn segir það allavega ekki saltstaukar sem Ragnar Kjartansson bjó til og sýndi í listgalleríum erlendis. Þannig þarf listamaðurinn greiða toll af þúsund postulínsstaukum sem fluttir voru hingað til lands. Skilur tollstjórinn ekki list, eða er þetta bara venjuleg verslunarvara? Goddur kemur til okkar og ræðir við okkur um það hvað er list.Við ætlum ræða við Kolbrúnu Björnsdóttur göngugarp síðar í þættinum en það færist stöðugt í vöxt fólk reimi á sig gönguskóna og haldi til fjalla í góðum félagsskap. Einn slíkur félagsskapur kallast Fjallkyrjur en það er hópur kvenna sem gengur á fjöll saman. Meira um það á eftir.

Frumflutt

3. jan. 2024

Aðgengilegt til

2. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,