Síðdegisútvarpið

16.ágúst

Í vor var hætt selja 95 oktan bensín blandað allt 5% með etanóli en í staðin farið einhliða selja aðeins 95 oktan bensín með 10% etnaól íblöndun. Látið var liggja á milli hluta upplýsa viðskiptavini, neytendur um E10 breytinguna í nokkrar vikur. Í fréttum af síðu FÍB segir nágrannaþjóðirnar bjóði upp á mun fleiri valkosti fyrir neytrendur. Þetta getur valdið neytendum alvarlegum skaða, eldsneytið sem boðið er upp á hér á landi henti ekki eldri bifreiðum og ýmsum tækjum og tólum. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri félags íslenskra bifreiðaeignda kemur til okkar og útskýrir muninn á 98 oktana bensíni, E- 10 eldsneyti og hvaða erfiðleikar geti fylgt í kjölfarið.

Umsjónarmönnum Síðdegisútvarpsins blöskraði nýverið þegar það heyrði íslenskt "nýyrði" í auglýsingu. Hneykslið er svo mikið það eina í stöðunni var setja sig í samband við málfarsráðunaut RUV. Anna Sigríður Þráinsdóttir kemur og eftir og mun setja sinn dóm á orðið. Þið hlustendur eruð einnig hvött til senda okkur þau orð sem farið hafa fyrir brjóstið á ykkur svo Anna geti metið þau.

þáttaröð af Með okkar augum hefur göngu sína í kvöld. Þetta er þrettánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Elín Sveinsdóttir segja okkur nánar frá í þættinum.

Sváfnir Sigurðarson skaust óvænt inn á tónlistarsenuna þegar platan hans Loforð um nýjan dag kom út árið 2016. er þriðja sólóplata Sváfnis koma út og hún ber heitið Aska & gull. Við ætlum ræða við Sváfni um ferilinn og spyrja hann út í ástæður þess við þurftum bíða svona lengi eftir hann fékk hugrekkið til koma tónlistinni sinni á framfæri.

Gunnar Steingrímsson á Stóra-Holti í Fljótum er núverandi íslandsmeistari í hrútadómum. Það mun þó ef til vill breytast um helgina þegar Íslandsmótið í hrútadómum fer fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Keppnin verður eflaust glæsilegasta því það eru 20ár síðan hún var haldin fyrst. Gunnar er á línunni.

Eldar kviknuðu í gróðri í hálendi Tenerife í gærkvöldi og nokkrir bæir hafa verið rýmdir. Íslendingar sem fréttastofa ræddi við hafa lítið orðið varir við eldana. Aðallega búa innfæddir í bæjunum sem verið er rýma. Við hringjum í Sigvalda Kaldalóns á Tenerife

Frumflutt

16. ágúst 2023

Aðgengilegt til

15. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,