Síðdegisútvarpið

31.október

Það er alltaf spenna fyrir því hjá bókelskum landsmönnum sjá hverjir eru gefa út og hvaða bækur. Það gerist ekki alltaf par sendi frá sér eina bók hvor sama árið en þannig er það í ár. Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarsson hafa bæði vakið athygli fyrir skáldsögur, önnur skáldsaga Braga Páls Arnaldur Indriðason deyr fór á mikið flug og Bergþóra Snæbjörnsdóttir hefur verið tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Svínshöfuð svo eitthvað nefnt. Nýjar bækur þeirra heita Duft eftir Bergþóru og Kjöt eftir Braga Pál. Þau kíkja í heimsókn til okkar strax loknum fimm fréttum.

Í dag lenti fyrsta flugvél EasyJet á Akureyrarflugvelli og hóf þar með vikulegt áætlunarflug í vetur. Um hundrað farþegar komu með fyrsta áætlunarflugi EasyJet frá London í dag. Tekið var á móti þessum fyrstu farþegum við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli. Þetta er stór áfangi sem mun vafalítið breyta öllum forsendum fyrir heilsárs ferðaþjónustu og Norður og Austurlandi. Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands verður á línunni hjá okkur á eftir.

Misbrigði IX (níu) er samstarfsverkefni milli annars árs nemenda Listaháskóla Íslands í fatahönnun og fatasöfnunar Rauða kross Íslands þar sem nemendur hanna og vinna fatalínu úr notuðum fatnaði og textíl sem Rauði krossinn útvegar. Nemendur fræðast í gegnum hönnunarferlið um skaðsemi fjöldaframleiðslu og möguleika og nauðsyn þess nýta þau hráefni sem eru þegar til staðar. Námskeiðinu lýkur með tískusýningu á fimmtudaginn. Arnar Freyr Hjartarsson og Íris Ólafsdóttir eru á meðal þátttakenda, þau kíkja til okkar.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Íslenska liðið á harma hefna eftir stórtap gegn Þjóðverjum ytra. Leikurinn hefst kl. 19:00 á RÚV og við ætlum spá í spilin og hita upp fyrir leikinn á eftir með Gunnari Birgissyni íþróttafréttamanni.

Á morgun 1. nóvember er alþjóðlegur dagur grænkera eða World Vegan day og af því tilefni verður slegið í glæsilegt pálínuboð á kaffihúsinu Bókasamlaginu Skipholti. Þá munu Samtök Grænkera á Íslandi einnig afhenda hvatningaverðlaun. Öll eru velkomin á viðburðinn sem mæta með vegan veitingar á hlaðborðið. Valgerður Árnadóttir formaður samtakanna ætlar kíkja til okkar og segja okkur frá.

En við ætlum byrja á máli málanna málanna sem er hrekkjavakan. Ein þeirra sem staðið hefur í stórræðum á hrekkjavökunni síðustu ár er Ína Dögg Eyþórsdóttir en hún er búsett í Vesturbænum og hún er á línunni hjá okkur.

Frumflutt

31. okt. 2023

Aðgengilegt til

30. okt. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,