Síðdegisútvarpið

28. nóvember

Skipulagsmál eru sívinsælt viðfangsefni jafnt í daglegri umræðu sem og stjórnmálaumræðu og líður vart dagur þar sem þau eru ekki til umræðu í fjölmiðlum. Á morgun kemur út stórvirki í bókaútgáfu, Samfélag eftir máli, sem er heildstætt yfirlit yfir sögu skipulagsmála á Íslandi og þar rekur höfundurinn, Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur, þróun bæjarskipulags á Íslandi frá því um aldamótin 1900. Haraldur heimsækir okkur hér á eftir.

Íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið á laggirnar sérstöku Stuðningstorgi sem gerir Grindvíkingum kleift sækja sérhæfða aðstoð sérfræðinga sér kostnaðarlausu. Þetta er gert í samstarfi við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Rauða Krossinn. Sigrún Eggertsdóttir frá Kara Connect kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá því sem þarna er boðið upp á.

Torgið er nýr umræðuþáttur hér á RÚV sem verður í beinni útsendingu í kvöld. Á Torginu er talað um öll þau helstu málefni sem tíðrædd eru á kaffistofum landsins og fólkinu í landinu gert kleift varpa fram spurningum um leið. Umsjónafólk Torgsins eru þau Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson og þau segja okkur frá málefnum kvöldsins.

Á Batavegi kallast hagsmunarhópur fólk sem tekst á við langvarandi afleiðingar umferðarslysa. Þar sameinast tjónþolar, aðstandendur, fagaðilar í endurhæfingu ásamt starfsfólki stofnana og ýmissa samtaka og vinna saman úrbótum. Hópurinn stendur fyrir viðburði í kvöld þar sem fjallað er um málefni fólks á batavegi og stofnandi hópsins, Anna Linda Bjarnadóttir, segir okkur betur frá hópnum Á batavegi.

Líkt og við fjölluðum um fyrir helgi þá afhentu samtök ferðaþjónustunnar ýmsar viðurkenningar á 25 ára afmælisráðstefnu samtakanna. Þ.á.m. nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar sem féllu í skaut Pink Iceland í ár. Pink Iceland sérhæfir sig í ferðaþjónustu sniðna hingsegin fólki og er þetta í annað sinn sem þau hljóta þessi verðlaun. Við heyrum í Evu Maríu Þórarinsdóttur Lange frá Pink Iceland í þættinum.

Rýmkað hefur verið fyrir íbúa og atvinnurekendur til athafna sig í Grindavík og á milli 20-30 starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Þorbjarnar hf. eru komnir til vinnu. Í tilkynningu sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi frá sér í morgun segir verið meta stöðuna á lagnakerfi bæjarins og innviðum bæjarins. Víðir Reynisson er á línunni hjá okkur í upphafi þáttar og við spyrjum hann út í framhaldið í Grindavík.

Við stýrið halda þau Hrafnhildur og Kristján Freyr.

Frumflutt

28. nóv. 2023

Aðgengilegt til

27. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,