Síðdegisútvarpið

28. nóvember

Skipulagsmál eru sívinsælt viðfangsefni jafnt í daglegri umræðu sem og stjórnmálaumræðu og líður vart dagur þar sem þau eru ekki til umræðu í fjölmiðlum. Á morgun kemur út stórvirki í bókaútgáfu, Samfélag eftir máli, sem er heildstætt yfirlit yfir sögu skipulagsmála á Íslandi og þar rekur höfundurinn, Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur, þróun bæjarskipulags á Íslandi frá því um aldamótin 1900. Haraldur heimsækir okkur hér á eftir.

Íslenska fjarheilbrigðisfyrirtækið Kara Connect hefur komið á laggirnar sérstöku Stuðningstorgi sem gerir Grindvíkingum kleift sækja sérhæfða aðstoð sérfræðinga sér kostnaðarlausu. Þetta er gert í samstarfi við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Rauða Krossinn. Sigrún Eggertsdóttir frá Kara Connect kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá því sem þarna er boðið upp á.

Torgið er nýr umræðuþáttur hér á RÚV sem verður í beinni útsendingu í kvöld. Á Torginu er talað um öll þau helstu málefni sem tíðrædd eru á kaffistofum landsins og fólkinu í landinu gert kleift varpa fram spurningum um leið. Umsjónafólk Torgsins eru þau Sigríður Halldórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson og þau segja okkur frá málefnum kvöldsins.

Á Batavegi kallast hagsmunarhópur fólk sem tekst á við langvarandi afleiðingar umferðarslysa. Þar sameinast tjónþolar, aðstandendur, fagaðilar í endurhæfingu ásamt starfsfólki stofnana og ýmissa samtaka og vinna saman úrbótum. Hópurinn stendur fyrir viðburði í kvöld þar sem fjallað er um málefni fólks á batavegi og stofnandi hópsins, Anna Linda Bjarnadóttir, segir okkur betur frá hópnum Á batavegi.

Líkt og við fjölluðum um fyrir helgi þá afhentu samtök ferðaþjónustunnar ýmsar viðurkenningar á 25 ára afmælisráðstefnu samtakanna. Þ.á.m. nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar sem féllu í skaut Pink Iceland í ár. Pink Iceland sérhæfir sig í ferðaþjónustu sniðna hingsegin fólki og er þetta í annað sinn sem þau hljóta þessi verðlaun. Við heyrum í Evu Maríu Þórarinsdóttur Lange frá Pink Iceland í þættinum.

Rýmkað hefur verið fyrir íbúa og atvinnurekendur til athafna sig í Grindavík og á milli 20-30 starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Þorbjarnar hf. eru komnir til vinnu. Í tilkynningu sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum sendi frá sér í morgun segir verið meta stöðuna á lagnakerfi bæjarins og innviðum bæjarins. Víðir Reynisson er á línunni hjá okkur í upphafi þáttar og við spyrjum hann út í framhaldið í Grindavík.

Við stýrið halda þau Hrafnhildur og Kristján Freyr.

Frumflutt

28. nóv. 2023

Aðgengilegt til

27. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,