Síðdegisútvarpið

22. ágúst

Hvernig eflum við lífsánægju ungs fólks? Borghildur Sverrisdóttir sálfræðikennari í Flensborg kemur til okkar en hún hefur verið gera rannsókn síðastliðin sjö ár í áfanga þar sem heitir Jákvæði sálfræði og núvitund til skoða hvort það hægt kenna ungu fólki aðferðir til efla lífánægju sína, það er segja hvort það skili sér til þeirra í raun. Við ætlum Borghildi til fara yfir helstu niðurstöður og vangaveltur um málið hér á eftir.

Og svo eru það farsímarnir í skólum. Við höfum líka fjallað margoft um það málefni og á dögunum kom til okkar Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttó en hann taldi miðstýringar væri þörf frá borginni varðandi þessi mál því þetta væri orðið risastórt vandamál í skólanum þar sem vanlíðan kvíði og depurð hafa aukist til muna. Í Landakotsskóla hefur verið í gangi verkefni frá árinu 2019 þar sem nemendur í 8-10 bekk hafa þurft afhenda farsímana í þar til gerða skápa við komu í skólann. Sigrún Birgisdóttir situr í stjórn skólans og er auk þess foreldri tveggja barna þar hún verður á línunni.

Við heyrum líka í okkar konu norðan Gígju Hólmgeirsdóttur en gestur hennar í hljóðstofu fyrir norðan verður Sigurbjörn Árni sem er lýsa HM í frjálsum íþróttum í sjónvarpinu þessa dagana.

Við hringjum til Danmerkur nánar tiltekið til Óðinsvé og heyrum í Dagbjörtu Jónsdóttur sem býr þar ásamt eiginmanni sínum Þorsteini Guðnasyni og þremur börnum. Dagbjört tók upp minimalískan lífsstíl fyrir tíu árum síðan og hefur fjölskyldan losað sig við ótrúlegt magn af dóti síðan þá. Í þó nokkurn tíma hefur Dagbjört deilt myndefni á Tiktok þar sem hún segir frá reynslu sinni af minimalískum lífstíl og daglegu lífi fjölskyldunnar og hefur fylgjendahópur Dagbjartar stækkað ört. Meira um þetta allt saman hér á eftir.

Einnig ætlum við heyra af baskneskum tónleikum sem fara fram á Djúpavík á morgun en Ólafur J. Engilbertsson veit allt um þá

Við höfum margoft fjallað um málefni strætó og gerum það aftur í dag. Menningarnótt er nýafstaðin og þá voru landsmenn hvattir til taka strætó - hvernig gekk það og hvað er frétta af hinu sívinsæla klappi? Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó er á línunni Sjónvarpinu þessa dagana

Frumflutt

22. ágúst 2023

Aðgengilegt til

21. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,