Síðdegisútvarpið

19.desember

Eldgos hófst milli Sýlingarfells og Hagafells upp úr klukkan tíu í gærkvöld. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir eldgosið á besta stað í vondri sprunguröð. Hann telur sprungan hætt lengjast. Hraunflæði hefur dregist verulega saman og er um fjórðungur af því sem það var í upphafi. Sævar Helgi Bragason bendir á íbúar á suðvesturhorninu gætu átt von á þreföldu sjónarspili ef léttir til síðdegis; glitskýjum, eldgosi og norðurljósum. Hann hvetur fólk til horfa til himins og jarðar. Á línunni hjá okkur á eftir verður Víðir Reynisson hjá Almannavörnum og við ætlum ræða við hana um öryggismál og hvernig staðið verður því koma í veg fyrir forvitnir ferðalangar fari sér voða við gosið.

Þessa dagana standa yfir tökur á sjónvarpsþáttum um lögreglukonuna Huldu Hermannsdóttur en þættinir eru gerðir eftir þríleik Ragnars Jónassonar Dimmu Drunga og Mistri. Leikstjóri þáttaraðanna er hinni kunni sænski leikstjóri Lasse Hallström og sænska stórleikkonan Lena Olin sem jafnframt er eiginkona Lasse leikur Huldu. Lasse hefur sagt frá tökunumá Instagram en sjálfur höfurndur bókanna Ragnar hefur fengið vera fluga á vegg og fengið fylgjast með tökunum. Ragnar kemur til okkar á eftir og segir okkur frá þessu ævintýri sem og nýjustu bók sinni Hvítalogn og ýmsu öðru sem hann er fást við þessa dagana.

Undanfarið hefir nokkuð borið á átakinu Gefum íslensku séns ? íslenskuvænt samfélag. Reglulega hefir það staðið uppákomum sem allar lúta sama markmiði, auka vitund fólks, og þá ekki síst móðurmálshafa, fyrir því hvað máltileinkun (það læra tungumál) felur í sér ásamt því hvetja fólk til leggja sitt lóð á vogarskálina við hjálpa fólki læra íslensku. Við höfum fjallað um þetta átak hér í Síðdegisútvarpinu og ætlum aðeins heyra meira af því - hringjum vestur á Ísafjörðu og heyrum í Önnu Sigríði Ólafsdóttur sem oftast er kölluð Annska og hún segir okkur meira af því og jólastemningunni fyrir vestan.

Við heyrum í Einari Stefánssyni kynningarstjóra hjá Pietasamtökunum um Vetrarsólstöðugöngu Pieta samtakanna sem er framundan og góðgerðaruppboð til styrktar samtökunum sem er í gangi.

Í Garðaskóla í Garðabæ er finna tækni - og hönnunarlið sem stefnir á vera fyrsta íslenska liðið sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í First Lego í Houston í Texas. Undanfarinn er þau unnu keppni sem kallst First Lego League á Islandi sem stóð fyrir og þaðan fóru þau á lokakeppnina í Danmörku og þess vegna eru þau undirbúa sig fyrir stóru keppnina í T

Frumflutt

19. des. 2023

Aðgengilegt til

18. des. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,