Síðdegisútvarpið

23. ágúst

Hálf öld er liðin frá bankaráninu og gíslatökunni í Kreditbanken á Norrmalmstorgi í Stokkhólmi. Banraræningjar Janne Olsson og Clark Olofsson héldu þremur konum og einum karli í gíslingu í sex daga og sendu gíslana meðal annars ítrekað inn í bankahvelfingu, íklædda sprengjuvesti með dýnamíti og með snöru um hálsinn. Þrátt fyrir skelfilega meðferð fengu gíslin samúð með kvölurum sínum og síðan hefur hið svokallaða Stokkhólms-heilkenni verið kennt við viðburðinn. Ingunn Lára Kristjánsdóttir fréttamaður á RÚV þekkir málið og ætlar rifja þessa atburði upp með okkur.

Listasafn Reykjavíkur fagnar 50 ára afmæli í ár. Af því tilefni segja ýmsir borgarbúar frá uppáhaldsverkum sínum í eigu safnsins, í þáttunum Myndlistin okkar sem hefja göngu sína á RÚV í kvöld. Markús Þór Andrésson frá Listasafni Reykjavíkur kemur til okkar á eftir.

Stefán Ingvar Vigfússon þjáist af því sem hann lýsir sem lausum augasteinum. Ástandið hefur þau áhrif hann getur til dæmis ekki orðið flugmaður, æft fótbolta og eða orðið skáti, minnsta kosti eigin sögn. Hann hendir gaman þessari staðreynd í nýju uppistandi, Sjónskekkju, sem er lýst sem svartsýnasta gríni ársins. Hann kíkir til okkar og segir frá sýningunni og þessari hvimleiðu sjónskekkju sem meðal annars hefur hindrað fótboltaferil hans.

Hátíðin Hamraborg festival hefur fest sig í sessi sem ein frumlegasta listahátíð landsins. Formleg dagskrá hátíðarinnar hefst 25. Ágúst en það segja henni þjófstartað í dag. Allir viðburðir hátíðarinnar fara nafninu samkvæmt fram í Hamraborg, hjarta Kópavogds, meðal annars á skemmtistaðnum Catalinu, í Gerðarsafni, Euromarket og undirgöngum. Snæbjörn Brynjarsson og Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson, sem eru á meðal skipuleggjenda hátíðarinnar, kíkja til okkar og segja frá.

Í gær birtu útflutningsskrifstofur Norðurlandana NOMEX, sjötta stærsta tónlistarmarkaðs heims, lista yfir 20 undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum. Við Íslendingar eigum þar þrjá fulltrúa, það eru þau Bjarni Daníel Þorvaldsson, Juniu Lin Jónsdóttir og Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur. Hrefna Helgadóttir kynningarstjóri útón og Sólveig Matthildur segja okkur nánar frá þessu á eftir.

Heitavatnslaust hefur verið í Hafnafirði og hluta Garðabæjar frá því í gær. Heyrst hefur íbúar svæðisins hafi þurft sækja í önnur póstnúmer til baða sig. Þetta ert afar óheppilegt í ljósi þess grunnskólarnir eru aftur teknir til starfa Valdimar Víðisson skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður bæjarráðs Hafnafjarðar og verðandi bæjarstjór er á línunni.

Frumflutt

23. ágúst 2023

Aðgengilegt til

22. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,