Síðdegisútvarpið

27.nóvember

Í kvöld býður Ferðafélag Íslands til Háfjallakvölds þar sem haldið verður upp á 96 ára afmæli félagsins. Sérstakur heiðursgestur og fyrirlesari er einn frægasti háfjallagarpur heims, Garrett Madison frá Seattle í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann klifið Everest 11 sinnum, K2 þrisvar í 6 tilraunum, og síðastliðið vor bæði Nuptse og Lothse. Auk þess hefur hann klifið öll hæstu fjöll hverrar heimsálfu (7 Summits) margsinnis, oftar en ekki sem leiðsögumaður. Tómas Guðbjartsson læknir kemur til okkar á eftir og segir okkur frá þessari ofurhetju auk þess segja okkur frá nýlegri fjallaferð sem hann tók þátt í m.a. í Suður Ameríku, og Nepal.

Á forsíðu Heimildarinnar sem út kom fyrir helgi er finna fyrirsögnina Costa del Kaupþing. En í blaðinu fjallar Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður um eiginkonur fjögurra fyrrverandi stjórnenda Kaupþings sæki í fjársjóðskistur á Jómfrúareyjum til fjárfesta í breskum hjúkrunarheimilum, íslenskum hótelum og lúsxusvillum á Spáni. Við ætlum Aðalstein til okkar á eftir til segja okkur betur frá en auk þess ætlum við forvitnast um nýjan vikulegan þjóðmálaþátt sem er fara af stað á heimildin.is

Sigríður Dúa Goldswothy er nýlega búin senda frá sér bókina Morðin í Dillonshúsi en þar er rakin örlagasaga mæðgnanna Sigríðar Ögmundsdóttur og Huldu Karenar Larsen. morgni 26. febrúar 1953 gerðist hörmulegi atburður í Dillonshúsi við Suðurgötu 2 í Reykjavík eiginmaður gaf eiginkonu sinni og þremur ungum börnum þeirra eitur og svipti svo sjálfan sig lífi. Sigríður kemur til okkar á eftir.

Júlíus Júlíusson á Dalvík eða Júlli á Dalvík heldur úti vef sem heitir einmitt julli.is. Þar finna ýmislegan fróðleik m.a. alls konar tengt jólum og jólatstússi - við heyrum í júlla í þættinum.

Og við ætlum líka heyra í Magga Kjartans á eftir en geðþekki tónlistarmaður hlaut um helgina Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar, fyrir árið 2023.

En við byrjum á þessu. Berglind Harpa Svavarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir íslenskir læknanemar, sem stunda nám erlendis, hafi ekki sömu tækifæri og aðrir til verknáms hér heima. Þetta geti dregið úr líkum á þeir skili sér heim námi loknu. Berglind Harpa er á línunni hjá okkur.

Frumflutt

27. nóv. 2023

Aðgengilegt til

26. nóv. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,