Síðdegisútvarpið

2. ágúst

Við fjölluðum um grenndargáma sl. mánudag þegar fréttir bárust af því yfirfullir grenndargámar væru gera íbúum í vesturbænum lífið leitt og tveir vaskir menn úr þeirra hópi hefðu tekið sig til mætt með kerru og tæmt allt rusl og fatnað sem ekki hafði komist í gámana. Annar þeirra Teitur Atlason kom til okkar í viðtal. í kjölfarið komu upp vangaveltur hvort nóg væri gert í tæmingu gámanna og þarna væru fatagámar Rauða krossins engin undantekning. Kristín S. Hjálmtýsdóttir er framkvæmdastýra Rauða krossins hún kemur til okkar í þáttinn og svarar því.

Hinsegin dagar hefjast í næstu viku með þéttri dagskrá sem öll tengist fjölbreyti- og hýrleikanum á einhvern hátt. Boðið verður upp á grillveislu, uppistand, regnbogaráðstefnu og danskennslu svo eitthvað nefnt og það verður nóg um vera alla vikuna. Eins og venjulega kemur út tímarit Hinsegin daga sem lendir einmitt glóðvolgt úr prentsmiðjunni í dag. Til hita upp fyrir vikuna framundan fáum við til okkar Gunnlaug Braga Björnsson formann Hinsegin daga og tónlistarkonuna sem semur og flytur lag hinsegin daga í ár. Það er engin önnur en Una Torfadóttir sem hefur komið eins og stormsveipur í íslenskt tónlistarlíf og lagið heitir einmitt Þú ert stormur sem við fáum heyra.

Stærsta metalhátíð heims, Wacken open air, fer fram í Wacken, þorpi í Þýskalandi sem er undirlagt þessa dagana af málmhausum og áhugafólki um metal. Á hverju ári kemur fram fjöldi hljómsveita frá ýmsum löndum, meðal annars Íslandi. Sólstafir eru á meðal flytjenda á hátíðinni í ár og fregnir herma mikið rigni á gesti en stemningin frábær. Aðalbjörn Tryggvason eða Addi í Sólstöfum er nýlentur í Wacken, hann verður á línunni og segir okkur hvernig móttökurnar eru.

Verslunarmannahelgin er auðvitað á næsta leyti og það er ein stærsta vinnuhelgi ársins hjá mörgu tónlistarfólki. Þá er alltaf nóg gera hjá gleðigjafanum Herberti Guðmundssyni á þessum tíma. Hann ætlar troða upp á Vagninum á Flateyri á föstudagskvöld, taka gömul lög í bland við og þá verður varningur til sölu fyrir aðdáendur, meðal annars hettupeysa merkt Can't walk away sem er auðvitað nafnið á hans stærsta smelli. Herbert verður á línunni.

Fjölskylduhátíðin Sæludagar verður haldin í Vatnaskógi um Verslunarmannahelgina. Þar er boðið upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá alla helgina fyrir unga sem aldna. Hátíðin hefst fimmtudaginn 3. ágúst og er sem fyrr fjölskylduvæn og vímuefnalaus. : Ögmundur Ísak Ögmundsson er verkefnastjóri Sæludaga við heyrum í honum.

En við byrjum á landsbyggðinni og þe

Frumflutt

2. ágúst 2023

Aðgengilegt til

1. ágúst 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,