Síðdegisútvarpið

26.maí

Þann 11.maí síðastliðinn fór í loftið vefsíðan samherji.co.uk. Á vefsíðunni stóð stórum stöfum We?re Sorry og leit út fyrir vefsíðan væri búin til og sett í loftið af Samherja til þess biðjast afsökunar á framferði fyrirtækisins í Namibíu og var þar bótum lofað og fullu samstarfi við yfirvöld. Fyrirtækið Samherji sendi frá sér yfirlýsingu sama dag þar sem fram kom síðan væri alls ekki á þeirr vegum. hefur fyrirtækið fengið lögbann á síðuna og hún hefur verið tekin niður. Listamaðurinn Oddur Eysteinn Friðriksson sem kallar sig Odee stóð á bak við síðuna, hann fordæmir lögbannið og segir þetta hrein og bein rit­skoð­un á ís­lenskri mynd­list og lista­verk­inu sínum. Við heyrum í honum í þættinum.

Það verða heldur betur spenna í þættinum í dag þegar spurningakeppni þáttarins Spursmál fer í loftið. þessu sinni mætast leikararnir Svandís Dóra Einarsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi, sem bæði hafa átt stórleik í þáttunum Aftureldingu hér á RÚV. Síðasti þátturinn verður á dagskrá á sunnudaginn. Þema keppninar verður sjálfsögðu handbolti. Einnig munum við spyrjast fyrir um hugsanlegt framhald af sjónvarpsþáttaseríunni.

Það muna margir eftir sjónvarpsþáttunum Sönn íslensk sakamál en Sigursteinn Másson var umsjónamaður þáttanna og handritshöfundur um árabil en hann var einnig þulur þeirra. Sigursteinn Másson kemur til okkar á eftir en við ætlum ræða þessa mögnuðu þætti sem nutu mikilla vinsælda og níunda og tíunda áratug síðustu aldar og hafa gengið í endurnýjun lífdaga á Storytell.

Ölvisholt vann til þriggja verðlauna á European Beer Challenge stórri alþjóðlegri bjórkeppni, en úrslit voru kunngerð í London í síðast mánuði. Móri vann silfur, Baldur vann silfur og Lava vann gullverðlaun í flokki reyktra bjóra. Keppnin var hörð, þarna var fjöldi bjóra frá 39 löndum. Valgeir Valgeirsson bruggmeistari ætlar koma til okkar á eftir og segja okkur frá þessu ævintýri öllu saman.

Sennilega eru það ekki margir sem vita hér á landi er spilað rugby og í Reykjavík er starfandi Rugbygfélag Reykjavíkur. Í kvöld verður vináttu leikur milli þeirra og áhafnar franska herskipsins Chevalier Paul. Birnir Orri Pétursson kemur á eftir og segir okkur frá sportinu, félaginu og andstæðingnum.

Stofnfundur FKA Austurland, Félags kvenna í atvinnulífinu á Austurlandi var haldinn í gær og þangað mættu tugir kvenna. Markmið þessarar nýju deildar er efla konur, auka samtalið og fjölga tækifærum á Austurlandi. Og á línunni hjá okkur er Heiða Ingimarsdóttir verkefnastjóri upplýsinga og kynningamála

Frumflutt

26. maí 2023

Aðgengilegt til

25. maí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,