Síðdegisútvarpið

2.júní

Við rákumst á frétt á vef Morgunblaðsins, mbl.is, í dag þar sem greint er frá því verið bjóða stúlkum í 9. bekk í heimsókn í Háskólann í Reykjavik eftir helgi þar sem kynna á tæknimenntun. Móðir stúlku í Lindaskóla vakti athygli á þessu og velti því fyrir sér hvers vegna strákum í sama árgangi ekki boðið með. Svörin sem hún fékk frá forsvarsmönnum Lindaskóla voru þau HR væri með þessu hvetja stúlk­ur til fara í tækni­nám þar sem meiri­hluti þeirra sem eru í því námi eru strák­ar. Strákarnir í árgangnum munu fara í boltaleik á meðan. Við heyrum í Ragnhildi Helgadóttur rektor Háskólans í Reykjavík og spyrjum hana út í þetta.

Í ár eru 50 ár frá stofnun Barnaheimilisins Óss, félagasamtaka sem reka foreldrarekinn leikskóla í Reykjavík. Starfsemi Óss hófst í Dugguvogi árið 1973 fyrir tilstillan og hugsjón foreldra sem vildu taka málin í eigin hendur. Barnaheimilið Ós er eini foreldrarekni leikskólinn í Reykjavík en rekstrarformið felur í sér beina aðkomu foreldra ákvörðunartöku og rekstri leikskólans í samvinnu við hugsjónaríkt starfsfólk. Við ætlum til okkar á eftir Stefán Baldursson einn af stofnendum leikskólans og Guðríði Láru Þrastardóttur sem er í stjórn skólans og spyrja hvernig félagasamtökunum hafi gengið reka eigin leikskóla í fimmtíu ár.

Mikið verður um vera um helgina hjá áhugafólki MMA bardagaíþrótta en heljarinnar mót fer fram hérlendis auk þess sem við erum senda keppendur á mót erlendis. Þeir Pétur Marinó Jónsson, sem ritstýrir netsíðunni MMAfréttir og Kristján Helgi Hafliðason, yfirþjálfari Mjölnis og margfaldur Íslandsmeistari koma til okkar.

Sjómannadagurinn er núna á sunnudaginn og við ætlum hringja til Ólafsvíkur þar sem Rut Sigurðardóttir er stödd en hún er skipstjóri Trillukallakórsins. Rut stofnaði Trillukarlakórinn sem gjörning í tengslum við heimlidamynd hennar SKULD sem hún frumsýndi á Skjaldborg á Patreksfirði um nýliðna helgi. Í myndinni er finna lagið Þorskbæn, lag eftir Björgvin Halldórsson við texta eftir Kristján frá Djúpalæk í flutningi Kristjáns Torfa trillu skipstjóra. Við ætlum spjalla við Rut á eftir þar sem hún verður á hljómsveitaræfingu og forvitnast um myndina og kórinn og svo auðvitað heyra lagið á líka.

Gagnaglíman, netöryggiskeppni ungs fólks verður haldin um helgina. Gagnaglíman er undankeppni fyrir Netöryggiskeppni Evrópu og markmið hennar er mennta ungt fólk í netöryggi og hvetja það til leggja það fyrir sig sem atvinnu. Hjalti Magnússon, formaður keppninnar, kemur til okkar.

En við byrjuðum á heyra í Em

Frumflutt

2. júní 2023

Aðgengilegt til

1. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,