Síðdegisútvarpið

26. júlí

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.

Fram kemur á vef Matvælastofnunar stofnunin hafi kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis um afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nágrannabæ þar sem upp hafði komið riða og allt skorið niður í kjölfarið. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir segir í viðtali við Vísi í dag ekkert annað hafi verið í stöðunni enda í gildi lög um dýrasjúkdóma sem þarna hafi verið brotin. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands kom til okkar og ræddi þetta mál og fleiri er tengjast landbúnaðinum.

Reykjavíkurborg tók upp á þeirri nýlundu bjóða frítt í öll tæki í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í sumar. Þar hefur verið mikil stemmning undanfarið og Jóhann Alfreð kíkti niður í garð, ræddi meðal annars við Aron Jóhannsson starfsmann garðarins og Lovísu Lóu Sigurðardóttur, sem sér um smíðaverkstæðið í garðinum, auk gesta og gangandi.

Við heyrðum af akstursíþróttum í þættinum, en á laugardaginn fer Ljómarallið fram í Skagafirði. Katrín María Andrésdóttir kíkti til okkar í rallýspjall.

Steiney Skúladóttir er á Þórshöfn á Langanesi þar sem hún hitti á Karen Konráðsdóttur eiganda Lyngholts sem sagði henni af veitingarekstri, húsnæðisuppbyggingu og fleiru áhugaverðu er svæðið varðar.

En við byrjuðum venju á því heyra í okkar manni í Brussel, Birni Malmquist, hann fylgist með fólki og fréttum þar ytra og sagði okkur m.a. af för sinni á frægan flóamarkað.

Tónlist:

STEBBI JAK - Líttu í kringum þig.

DAVID KUSHNER - Daylight.

CHICAGO - Saturday In The Park.

REM - Man On The Moon.

JÓNAS SIG - Vígin falla.

GUSTAPH - Because Of You (Belgía Eurovision 2023).

BLINK 182 - I miss you.

BJARTMAR & BERGRISARNIR - Negril.

ROLLING STONES - Shes a rainbow.

Frumflutt

26. júlí 2023

Aðgengilegt til

25. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,