Síðdegisútvarpið

12. júní

Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu heitir Rússum fullum stuðningi og samstöðu í skilaboðum sem hann sendi Rússlandsforseta í tilefni þjóðhátíðardags Rússlands, sem er í dag. Hann hyllti Vladímír Pútín fyrir ?hárréttar ákvarðanir hans og leiðsögn og fyrir brjóta aftur sívaxandi ógnanir fjandsamlegra afla.? Við ætlum ræða aukna pólitíska spennu og vopnakapphlaup í þættinum en við rákum augun í frétt á Vísi í morgun þar sem sagt er kjarnavopnum fjölga á eða um 86 síðasta árið og þar af eru fimm í eigu Norður Kóreu. Hingað til okkar kemur Helgi Steinar Gunnlaugsson viðskiptablaðamaður og alþjóðastjórnmálafræðingur og spáir í spilin með okkur.

Við blásum rykið af gamalli klippu úr Dægurmálaútvarpi Rásar 2. Þetta er upprifjun frá árinu 1994 þar sem dgskrágerðarfólk Rásarinnar flettir í gegnum blöðin og rekast þar á frétt af íslenskri stúlku sem er skiptinemi í Suður-Koreu. Ekki nóg með það því stúlkan er líka orðin sjónvarpsstjarna þar í landi, hún heitir Lilja Dögg Alfreðsdóttir og er væntanleg til ræða þetta ævintýri með okkur. Ólöf Kristín Sívertsen, verkefnastjóri lýðheilsumála á fagskrifstofu grunnskóla á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar kemur til okkar á eftir en tillaga borg­ar­stjóra um út­færslu á seink­un á upp­hafi skóla­dags grunn­skóla í Reykja­vík hef­ur verið samþykkt. Í til­lög­unni er skóla- og frí­stunda­sviði falið leggja grunn breiðu sam­ráði um áhuga­verðustu og bestu leiðir til seinka upp­hafi skóla­dags í grunn­skól­um Reykja­vík­ur. Við gerð til­lög­unn­ar var sér­stak­lega horft til ný­legr­ar ís­lenskr­ar rann­sókn­ar sem kannaði áhrif seink­un­ar skóla­dags á klukkuþreytu barna á grunn­skóla­aldri. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýna fram á al­menna ánægju bæði nem­enda og kenn­ara með seinni skóla­byrj­un. Ólöf Kristín segir okkur betur frá. Kvikmyndagerðamaðurinn Steingrímur Dúi Másson segir okkur frá samstarfi Félags Kvikmyndagerðamanna og Nordisk Panorama í þættinum en Nordisk Panorama er líklega virtasta heimildamyndahátíð á Norðurlöndunum minnsta kosti þekktasta og við verðum þessu sinni, næsta haust, með í nýjum verðlauna flokki sem heitir ?Besti norræni framleiðandinn". Semsagt fimm Norðurlönd taka þátt og þar á meðal Ísland. Meira um það hér á eftir. er unnið verk­efni á veg­um ESB, sem kall­ast Copernicus Clima­te Change Service. Verk­efnið felst í því tek­in eru til skoðunar mörg mis­mun­andi lofts­lags­líkön. Öll benda þau til þess frá­vik­in í hitastigi séu gíf­ur­lega mik­il og þetta veit ekki á gott fyrir það

Frumflutt

12. júní 2023

Aðgengilegt til

11. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,