Síðdegisútvarpið

18. júlí

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.

Við slógum á þráðinn til Ólafar Skaftadóttur sem er í vöðlunum þessa stundina og forvitnuðumst aðeins um veiðina sem af er sumri, en hún heldur utan um alla þræði í Stóru-Laxá og var einmitt á leið inn í Laxárgljúfur sem hún segir einn fegursta veiðistað í heimi. Við náðum í skottið á henni áður en hún hvarf á vit símasambandsleysis og sælu.

HM kvenna í knattspyrnu hefst á fimmtudaginn í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Búast við skemmtilegri og spennandi keppni þar sem Bandaríkjakonur freista þess m.a. vinna þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. Helga Margrét Höskuldsdóttir íþróttafréttakona rýndi aðeins í HM með okkur og fór yfir fyrirkomulag útsendinga og umfjöllunar hér á RÚV.

Leikhópurinn Lotta er á ferð og flugi um land allt í sumar þar sem þau sýna leiksýninguna Gilitrutt. Þau eru með fasta sýningatíma í Elliðaárdal alla miðvikudaga og ferðast svo vítt og breitt. Andrea Ösp Karlsdóttir, leikkona kíkti til okkar í spjall.

Hitabylgja geisar í Suður-Evrópu og hitinn víða um og vel yfir 40 stig. Gunnlaugur Helgason fjölmiðlamaður er staddur á Sikiley við tökum á þáttum sínum Gulli Byggir og við slógum á þráðinn til hans og heyrðum hvernig gengur koma nokkru í verk í þessum mikla hita.

Þá ræddi Oddur Þórðarson fréttamaður við okkur um mikinn hita og öfgar í veðurfari víðar um heim.

Dagur íslenska fjárhundsins er haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni í dag en í dag er afmælisdagur Mark Watson sem stundum hefur verið kallaður bjargvættur íslenska fjárhundsins. Á safninu var ýmis dagskrá í tilefni dagsins og Jóhann Alfreð kíkti á svæðið og spjallaði við Þórhildi Bjartmarz og Sigurlaug Ingólfsson.

Tónlist:

STUÐMENN - Vorið.

Curtis Mayfield - Move on Up.

PÁLL ÓSKAR - Galið Gott.

PINK - Trouble.

RETRO STEFSON - Glow.

THE CULT - Fire Woman.

REYKJAVÍKURDÆTUR - Tökum af stað.

CLIFF RICHARD OG THE SHADOWS - Summer Holiday.

EMMSJÉ GAUTI - Þúsund hjörtu.

U2 - Angel Of Harlem.

2PAC - California Love.

Frumflutt

18. júlí 2023

Aðgengilegt til

17. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,