Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið - 11. júlí

Júlía Margrét Einarsdóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson, sitja hér í Stúdíó 2 og leysum af áhöfnina á Síðdegisútvarpinu sem nýtur vonandi veðurblíðunnar einhversstaðar á landinu. En það er engin lognmolla á landinu bláa. Nei, eldgosið við Litla-Hrút á Reykjanesskaga verður auðvitað í hlutverki hjá okkur í dag.

Við ætlum heyra í honum Birni Steinbekk hér á eftir. Björn hefur kannski verið í fararbroddi þeirra sem hafa verið mynda gosin á Reykjanesi, notast þar við dróna og nýjustu tækni. Hann er auðvitað komin á fleygiferð vegna nýjustu atburða og er ég held einhversstaðar á Reykjanesinu. Við ætlum taka púlsinn á honum hér á eftir.

Gerður Kristný rithöfundur er mikil sumarkona og gjarnan á ferð og flugi um þetta leyti. Hún er á leið til Siglufjarðar þar sem hún ætlar dvelja um helgina og taka þátt í listahátíðinni Frjó sem haldin er á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði. Í ágúst er hún svo á leið norður til Akureyrar þar sem skáldaspjall með henni fer fram í Davíðshúsi. Gerður kíkir til okkar og segir frá.

Hlaðvarpið Þarf alltaf vera grín hefur notið mikilla vinsælda í íslensku hlaðvarpssenunni á undanförnum misserum. Þríeykið sem stendur baki hlaðvarpinu hefur staðið fyrir lifandi upptökum eða sýningum þar sem þættir eru teknir upp. Þeirra stærsta sýning verður haldin í tilefni af fimm ára afmæli hlaðvarpsins þann 26. Ágúst í Eldborg í Hörpu. Og haldið ykkur. Öll sætin 1600 seldust upp á 40 mínútum. Við fáum þá Ingólf Grétarsson og Tryggva Frey Torfason úr þessu hlaðvarpsþríeyki til okkar eftir klukkan fimm.

Og þá í Kópavoginn því á fimmtudag klukkan fimm verður leiklestur á örverkum eftir sviðslistakonuna Melkorku Gunborg Briansdóttur á útisvæði Gerðarsafnsins. Verkefnið er hluti af viðburðardagskrá Skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Hans og Gréta og Jesú verða á meðal þeirra sem fara á stjá og lofar leikskáldið góðu veðri. Melkorka kíkir til okkar.

En við byrjum á eldgosinu sem er væntanlega þegar farið auka eftirspurn eftir ýmiskonar þjónustu, í ferðaþjónustunni. Á línunni hjá okkur er Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs.

Frumflutt

11. júlí 2023

Aðgengilegt til

10. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,