Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið - 11. júlí

Júlía Margrét Einarsdóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson, sitja hér í Stúdíó 2 og leysum af áhöfnina á Síðdegisútvarpinu sem nýtur vonandi veðurblíðunnar einhversstaðar á landinu. En það er engin lognmolla á landinu bláa. Nei, eldgosið við Litla-Hrút á Reykjanesskaga verður auðvitað í hlutverki hjá okkur í dag.

Við ætlum heyra í honum Birni Steinbekk hér á eftir. Björn hefur kannski verið í fararbroddi þeirra sem hafa verið mynda gosin á Reykjanesi, notast þar við dróna og nýjustu tækni. Hann er auðvitað komin á fleygiferð vegna nýjustu atburða og er ég held einhversstaðar á Reykjanesinu. Við ætlum taka púlsinn á honum hér á eftir.

Gerður Kristný rithöfundur er mikil sumarkona og gjarnan á ferð og flugi um þetta leyti. Hún er á leið til Siglufjarðar þar sem hún ætlar dvelja um helgina og taka þátt í listahátíðinni Frjó sem haldin er á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði. Í ágúst er hún svo á leið norður til Akureyrar þar sem skáldaspjall með henni fer fram í Davíðshúsi. Gerður kíkir til okkar og segir frá.

Hlaðvarpið Þarf alltaf vera grín hefur notið mikilla vinsælda í íslensku hlaðvarpssenunni á undanförnum misserum. Þríeykið sem stendur baki hlaðvarpinu hefur staðið fyrir lifandi upptökum eða sýningum þar sem þættir eru teknir upp. Þeirra stærsta sýning verður haldin í tilefni af fimm ára afmæli hlaðvarpsins þann 26. Ágúst í Eldborg í Hörpu. Og haldið ykkur. Öll sætin 1600 seldust upp á 40 mínútum. Við fáum þá Ingólf Grétarsson og Tryggva Frey Torfason úr þessu hlaðvarpsþríeyki til okkar eftir klukkan fimm.

Og þá í Kópavoginn því á fimmtudag klukkan fimm verður leiklestur á örverkum eftir sviðslistakonuna Melkorku Gunborg Briansdóttur á útisvæði Gerðarsafnsins. Verkefnið er hluti af viðburðardagskrá Skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Hans og Gréta og Jesú verða á meðal þeirra sem fara á stjá og lofar leikskáldið góðu veðri. Melkorka kíkir til okkar.

En við byrjum á eldgosinu sem er væntanlega þegar farið auka eftirspurn eftir ýmiskonar þjónustu, í ferðaþjónustunni. Á línunni hjá okkur er Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs.

Frumflutt

11. júlí 2023

Aðgengilegt til

10. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,