Síðdegisútvarpið

7.júní

Dagbjartur Sigurður Ólafsson er sextán ára gamall drengur sem var ljúka við 10. bekk í Kletta­skóla en þar hefur honum gengið vel og liðið vel. Dag­bjart­ur er hald­inn flóknum erfðasjúkdómi sem hefur í för með sér þroska­höml­un og ein­hverfu og þarf hann því aðstoð við all­ar at­hafn­ir dag­legs lífs. Í dag er staðan foreldrar Dagbjarts hafa fengið bréf frá Mennta­mála­stofn­un þar sem þeim var tjáð eng­inn fram­halds­skóli gæti tekið við Dag­bjarti eins og er og því hlýtur staðan vera flókin og erfið hjá þessari litlu fjölskyldu. Gyða Sig­ríður Björns­dótt­ir móðir Dagbjarts kemur til okkar í Síðdegisútvarpið.

Kröftug mótmæli voru haldin fyrir framan húsnæði Samtaka íslenskra sveitarfélaga í morgun. Það voru fimm mæður sem tóku sig til og skipulögðu mótmælin undir yfirskriftinni Við styðjum starfsfólk BSRB. Um 100 manns mættu og fóru foreldrar fram á deiluaðilar semji strax. Foreldrar segja þær aðstæður sem eru uppi í leikskólamálum séu óboðlegar. Astrid Jó­hanna Kristjáns­dótt­ir er ein þeirra sem skipulagði mótmælin en hún er búsett í Hveragerði ásamt manni sínum og fjórum börnum og hafa verkfallsaðgerðir sett daglegt líf fjölskyldunnar úr skorðum.

Eins og við greindum frá í gær þá segir Harry Bretaprins umfjöllun breskra götublaða, sem hleruðu síma hans, hafa valdið honum vanlíðan og skemmt sambönd við vini og fjölskyldu. Hann bar vitni í einkamáli sínu gegn Mirror Group í gær. Við ætlum kafa aðeins dýpra í þessi réttarhöld hér á eftir og fáum til okkar Önnu Lilju Þórisdóttur sem veit allt um bresku konungsfjölskylduna.

Uppistandarinn Bylgja Babýlons býr í Edinborg en hún er fljúga hingað til lands í dag til frumsýna uppistandið Cancer Culture, um krabbameinsmeðferð sem hún fór í fyrir tveimur árum. Við ætlum slá á til Bylgju á eftir þar sem hún verður nýlent í Keflavík og spyrja hana út í sýninguna sem fjallar um það hvernig fara í gegnum krabbameinsmeðferð í miðjum heimsfaraldri.

Hvítar lygar er íslensk þáttaröð sem fjallar um fimm menntaskólanema, vináttu þeirra og áskoranir. Fimm einstaklingar á aldrinum 17-20 ára voru valdir til taka þátt í skapa og skrifa þáttaröðina undir leiðsögn Dominique Sigrúnardóttur leikstjóra og handritshöfundar. Þættirnir eru afrakstur samstarfs RÚV, Hins hússins og Reykjavíkurborgar og hafa hlotið gríðarlegt áhorf þrátt fyrir vera nýkomnir í sýningu.

Agnes Wild teymisstjóri hjá Krakkaruv, Ágúst Örn Börgesson Wigum sem leikur Almar og Kristín Agnes Maguire sem leikur Rut koma til okkar á eftir og segja okkur b

Frumflutt

7. júní 2023

Aðgengilegt til

6. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,