Síðdegisútvarpið

SDU 20.júní

Björgunarlið frá Bandaríkjunum og Kanada leita enn skoðunarkafbát úti fyrir ströndum Nýfundnalands. Kafbáturinn var í skoðunarferð flaki Titanic sem liggur á um fjögur þúsund metra dýpi á botni Atlantshafsins. Kafbátsins hefur verið saknað frá því á sunnudag. Ástrós Signýjardóttir fréttamaður hefur fylgst með þessu máli og hún er hingað komin

Við fáum fréttir frá Akureyri eins og alltaf á þriðjudögum Gígja Hólmgeirsdóttir verður í hljóðstofu á Akureyri og segir okkur það helsta þaðan.

Sjötta útgáfa Norrænu næringarráðlegginganna kom út í dag en þar er á ferðinni einn umfangsmesti vísindalegi grunnur í heimi hvað varðar heilnæmt matarræði bæði fyrr heilsu manna og umhverfi. Þar kemur m.a. fram það okkur hollast neyta sem mest af matvælum úr jurtaríkinu, borði mikið af fiski og draga úr kjötáti. Þetta eru niðurstöður sérfræðinga sem hafa lagst yfir vísindalegar rannsóknir um áhrif matvæla á heilsu. Við heyrum í Erlu Hjördísi Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa hjá Bændasamtökunum og spyrjum hana betur út í þessr ráðleggingar.

Óhætt er segja trommarinn Kalli Tomm eiga óvænta endurkomu í fjölmiðlum hér á landi. Ástæðan er hann var fyrsti íslendingurinn til vera bitinn af lúsmýi og var það árið 2015. Kalli þótti óvenju gómsætur því bitin voru í kringum hundrað. Íslendingar hafa heyrt því fleygt fram líkaminn myndi mótefni eftir því sem kvikindin bíta mann oftar. Við heyrum í Tomma á eftir og spyrjum hvort hann hættur finna fyrir bitunum.

Heimsleikar fólks með þroskahömlun - Special olympics hófust með opnunarhátíð 17. júní í Berlín í Þýskalandi. Á þessum leikum er þátttaka í keppni ekki aðalatriði, heldur ekki síður félagslegi þátturinn, mynda tengsl, styrkja sjálfsmyndina og öðlast reynslu sem nýtist í daglegu lífi þegar heim er komið. Það segja þessir leikar geti verið fyrir þátttakendur einskonar SIGURFÖR FYRIR SJÁLFSMYNDINA. Elín Sveinsdóttir framleiðandi fylgir íslenska hópnum eftir og hún verður á línunni frá Berlín.

A landslið karla mætir Portúgal á Laugardalsvelli í dag. Leikurinn hefst kl. 18:45 og er í beinni útsendingu á Viaplay (opin dagskrá). Íslenska liðið er með 3 stig í riðlinum eftir þrjá leiki en Portúgalar eru með fullt hús stiga eftir jafn marga leiki og markatöluna 13-0. Einar Örn Jónsson er hingað kominn

Frumflutt

20. júní 2023

Aðgengilegt til

19. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,