Síðdegisútvarpið

SDU 15.mai

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur upplýsti um þriggja mánaða spá í morgun þar sem stuðst er við veðurlagsspá ECMWF sem er evrópska reiknimiðstöðin og er spáin fyrir fyrir þriggja mánaða tímabilið júní til ágúst. Spáin gefur góð fyrirheit fyrir sumarið - Einar kemur til okkar á eftir.

Í júní verður hægt svífa niður Kambana en verið er klára setja upp tvær kílómetra langar sviflínur niður gönguleiðinni í Reykjadal í Hveragerði. Hallgrímur Kristinsson er maðurinn á bak við sviflínurnar við heyrum í honum.

Óhætt er segja stemingin á Sauðakróki rafmögnuð og mun hún magnast eftir því sem líður á kvöldið. Ástæðan er Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á heimavelli í fyrsta skipti í sögunni þegar Tindastóll mætir Val í fjórða leik liðanna í úrslita einvígi Subway deildarinnar. Hugi Halldórsson er einn af harðari stuðningsmönnum Tindastóls verður með kúrekahatt á línunni norðan.

Þorsteinn Úlfar Björnsson skrifaði um helgina grein á heimildin.is með yfirskriftinni Ég elska vímuefni. Þar skrifar Þorsteinn um vímuefni og hvatana á bak við vímuna. Fyrir nokkrum misserum gaf hann út sína sjöundu bók um vímuefni, sögu þeirra og notkun, hún heitir Lög víma.

Í Hörpu næstkomandi föstudag verður haldin ráðstefna undir yfirskriftinni Framtíð netverslunar. Þetta er stórt og mikilvægt málefni sem sífellt tekur stærra pláss í rekstri fyrirtækja og ekki síður hjá neytendum. Á íslandi eru td yfir 1000 netverslanir sem selja ýmsa vörur og þjónustu. Hjörvar Hermannsson framkvæmdarstjóri Smartmedia er einn þeirr sem heldur utan um ráðstefnuna, hann kemur til okkar á eftir.

Borgarbúar urðu margir hverjir hissa sjá eitt af strætóskýlum borgarinnar, nánar tiltekið við Lækjartorg, grænt og gróðri vaxið. Hvernig skyldi standa á því - skyldi það tengjast Landbúnaðarháskóla Íslands Rósa Björk Jónsdóttir, Markaðs- og kynningarstjóri Landbúnaðarháskólans hún kemur til okkar á eftir.

Tónlist frá útsendingarlogg 2023-05-15

UNNSTEINN - Er þetta ást? (Tónatal - 2021).

AESSANDRA - Queen of Kings (Eurovision 2023 Noregur).

BAKAR - Hell N Back.

NOEL GALLAGHER?S HIGH FLYING BIRDS - Easy Now.

HJÁLMAR - Hættur anda.

THE WHITE STRIPES - My doorbell.

HREIMUR - Get ekki hætt hugsa um þig.

COLDPLAY - Yellow.

TAME IMPALA - The Less I Know The Better.

QUARASHI - Stars.

SAM SMITH - I'm Not Here To Make Friends.

Frumflutt

15. maí 2023

Aðgengilegt til

14. maí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,