Síðdegisútvarpið

28. júní

Við byrjuðum í Kópavogi þar sem bæjarstjórn samþykkti í gær tillögur sem sagðar eru marka tímamót í skipulagi leikskólastarfs í Kópavogi. Gjaldfrjáls tími, aukinn sveigjanleiki, tekjutenging og fleira koma þar við sögu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri kom til okkar og fór yfir málið.

Valgeir Magnússon viðskipta- og hagfræðingur ritar grein á mbl.is í dag þar sem hann segir viðbrögð Íslandsbanka við Íslandsbankamálinu svokallaða mislukkuð. Hann segir fyrstu viðbrögð í krísu skipta miklu máli og geta haft gríðarmikil áhrif á framhald og framvindu. Við slógum á þráðinn til Valgeirs og heyrðum aðeins af þessari hlið mála.

Í gær náðist samkomulag um þjónustu sérgreinalækna á milli Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands, en sérfræðilæknar höfðu verið samningslausir frá 2019. Heilbrigðisráðherra segir samninginn tímamót og gerðan í sátt. Við heyrðum í Steinunni Þórðardóttur formanni Læknafélags Íslands og fengum vita hvaða þýðingu þessi nýi samningur hefur m.a. fyrir almenning.

Sjöunda árið í röð er blásið til Bæjar-og tónlistarhátíðarinnar Í Hjarta Hafnarfjarðar. Útisvæðið í Hjarta Hafnarfjarðar verður opnað á morgun og hátíðinni lýkur svo 3.ágúst. Nóg verður um vera á hátíðinni enda er hún víst ætluð öllum, líka Jakobi Frímanni Magnússyni sem sagði okkur meira af hafnfirskum töfrum.

Á þessum degi árið 1912 fór fyrsti leikurinn í fyrsta Íslandsmótinu í knattspyrnu fram. Þá mættust KR og Fram á íþróttavellinum við melana. Úrslit leiksins voru 1 - 1. Margt hefur sennilega breyst í boltanum hér heima síðan þessi leikur var spilaður. Blaðamaðurinn Sigmundur Ó. Steinarsson er manna fróðastur um sögu íslenskrar knattspyrnu og hann kom til okkar í smá söguskoðun.

Ein er tegund tónlistar sem gjarna lætur lítið fyrir sér fara þrátt fyrir mikla grósku og smekklegheit - en það er djassinn. Fátt er betra en detta inn í þægilegt rými þar sem seiðandi djassinn leikur við hlustirnar, en hvert eigum við sem ekkert vitum fara til finna eyrnakonfektið og hvað er fram undan í sumar hvað djassinn varðar? Óskar Guðjónsson einn aðal blásari landsins er með svörin og hann fór yfir þetta með okkur.

Tónlist:

SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Tár eru tár.

THE BLESSED MADONNA & THE JOY - Shades Of Love.

BILLY IDOL - White Wedding.

HJÁLMAR - Og Ég Vil Mér Kærustu.

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Eina Ósk.

PRINS POLO - Líf ertu grínast.

KUSK & ÓVITI - Elsku vinur.

Óskar Guðjónsson, Tolentino, Ife - Não Tem Mistério.

Frumflutt

28. júní 2023

Aðgengilegt til

27. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,