Síðdegisútvarpið

28. júní

Við byrjuðum í Kópavogi þar sem bæjarstjórn samþykkti í gær tillögur sem sagðar eru marka tímamót í skipulagi leikskólastarfs í Kópavogi. Gjaldfrjáls tími, aukinn sveigjanleiki, tekjutenging og fleira koma þar við sögu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri kom til okkar og fór yfir málið.

Valgeir Magnússon viðskipta- og hagfræðingur ritar grein á mbl.is í dag þar sem hann segir viðbrögð Íslandsbanka við Íslandsbankamálinu svokallaða mislukkuð. Hann segir fyrstu viðbrögð í krísu skipta miklu máli og geta haft gríðarmikil áhrif á framhald og framvindu. Við slógum á þráðinn til Valgeirs og heyrðum aðeins af þessari hlið mála.

Í gær náðist samkomulag um þjónustu sérgreinalækna á milli Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands, en sérfræðilæknar höfðu verið samningslausir frá 2019. Heilbrigðisráðherra segir samninginn tímamót og gerðan í sátt. Við heyrðum í Steinunni Þórðardóttur formanni Læknafélags Íslands og fengum vita hvaða þýðingu þessi nýi samningur hefur m.a. fyrir almenning.

Sjöunda árið í röð er blásið til Bæjar-og tónlistarhátíðarinnar Í Hjarta Hafnarfjarðar. Útisvæðið í Hjarta Hafnarfjarðar verður opnað á morgun og hátíðinni lýkur svo 3.ágúst. Nóg verður um vera á hátíðinni enda er hún víst ætluð öllum, líka Jakobi Frímanni Magnússyni sem sagði okkur meira af hafnfirskum töfrum.

Á þessum degi árið 1912 fór fyrsti leikurinn í fyrsta Íslandsmótinu í knattspyrnu fram. Þá mættust KR og Fram á íþróttavellinum við melana. Úrslit leiksins voru 1 - 1. Margt hefur sennilega breyst í boltanum hér heima síðan þessi leikur var spilaður. Blaðamaðurinn Sigmundur Ó. Steinarsson er manna fróðastur um sögu íslenskrar knattspyrnu og hann kom til okkar í smá söguskoðun.

Ein er tegund tónlistar sem gjarna lætur lítið fyrir sér fara þrátt fyrir mikla grósku og smekklegheit - en það er djassinn. Fátt er betra en detta inn í þægilegt rými þar sem seiðandi djassinn leikur við hlustirnar, en hvert eigum við sem ekkert vitum fara til finna eyrnakonfektið og hvað er fram undan í sumar hvað djassinn varðar? Óskar Guðjónsson einn aðal blásari landsins er með svörin og hann fór yfir þetta með okkur.

Tónlist:

SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Tár eru tár.

THE BLESSED MADONNA & THE JOY - Shades Of Love.

BILLY IDOL - White Wedding.

HJÁLMAR - Og Ég Vil Mér Kærustu.

BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Eina Ósk.

PRINS POLO - Líf ertu grínast.

KUSK & ÓVITI - Elsku vinur.

Óskar Guðjónsson, Tolentino, Ife - Não Tem Mistério.

Frumflutt

28. júní 2023

Aðgengilegt til

27. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,