Síðdegisútvarpið

5. júlí

Jörð skelfur og svipar skjálftahrinunni sl. sólarhring til aðdraganda eldgosa á Reykjanesskaga sl. ár. Íbúar Grindavíkur eru ýmsu vanir í þessum efnum en við slógum á þráðinn til Fannars Jónassonar bæjarstjóra og heyrðum aðeins af því hvernig Grindvíkingum varð við og til hvaða ráðstafana hefur verið gripið þegar brakar og brestur í bæjarstæðinu.

Við fjölluðum um skaðsemi nikótínpúða og rafsígaretta og heyrðum í Láru G. Sigurðardóttur lækni og doktor í lýðheiluvísindum. Mikill fjöldi fólks og þá sérstaklega ungs fólks notar nikótínpúða daglega og hefur þeim fjölgað mikið milli ára. Rannsóknir hafa sýnt fram á skaðsemi nikotín notkunar og þá sérstaklega hjá börnum og ungmennum en í nýrri skýrslu sérfræðings í tóbaksvörnum við Kaupmannahafnarháskóla kemur fram notkunin hefur meðal annars áhrif á taugastarfsemi og taugaþroska. Við heyrðum í Láru.

Vinaverkefni Rauða krossins miða því draga úr félagslegri einangrun og auka við félagslega þátttöku fólks. Hlutverk sjálfboðaliða í verkefninu er fyrst og fremst veita félagsskap, nærveru og hlýju. Guðrún Svava Viðarsdóttir verkefnastjóri vinaverkefna hjá Rauða krossinum kíkti til okkar og sagði okkur frá Gönguvinum og fleiru.

Sagan segi upphaflega hafi Cirkus átt vera húðflúrstofa en óvart breyttust plönin og opnuð var auglýsingastofa í staðinn. Það er kannski þess vegna sem hefur verið kynnt til sögunnar Pop-up Tatto Studio Cirkus sem starfrækt er þessa dagana. Þar mun listakona nafni Kosmonatka flúra gesti og gangandi en sem veit miklu meira um málið heitir Haukur Viðar Alfreðsson og hann kom til okkar.

Visteyri er heiti á vistvænu markaðstorg þar sem þú getur keypt og selt notaðar vörur á einfaldan og öruggan hátt. Markmiðið með torginu er stuðla hringrásarhagkerfi þar sem allir geta tekið þátt. Vilborg Ásta Árnadóttir og Elfa Rós Helgadóttir sögðu okkur meira af þessu.

En við byrjuðum á heyra í Birni Malmquist fréttamanni í Brussel.

Tónlist:

SILKIKETTIRNIR - Ekki vera viss.

Robert Plant & Alison Krauss - Gone Gone Gone (Done Moved On).

BJÖRK OG DAVID ARNOLD - Play Dead.

THE PRETENDERS - Brass In Pocket.

FOSTER THE PEOPLE - Pumped up kicks.

MUGISON - Stóra stóra ást.

SIGRID - A Driver Saved My Night.

DANIIL & FRIÐRIK DÓR - ALEINN.

NANNA - Disaster master.

LENNY KRAVITZ - Low.

FJALLABRÆÐUR, SVERRIR BERGMANN & LÚÐRASVEIT VESTMANNAEYJA - Þar sem hjartað slær (Þjóðhátíðarlagið 2012).

Frumflutt

5. júlí 2023

Aðgengilegt til

4. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,