Síðdegisútvarpið

14. júní

Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur hafið leigubílarekstur. Í Hopp-appi er kominn valmöguleiki fyrir það panta leigubíl. lög um leigubílarekstur tóku gildi íþann 1. apríl sl. og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift keyra fyrir fleiri en eina stöð. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp kemur til okkar og segir okkur allt um nýju þjónustuna.

Hlutfall karlkyns umsækjenda um nám í Háskóla Íslands hækkar um 13% á milli ára samkvæmt fyrstu tölum um skráningu nýnema sem borist hafa háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Ráðuneytið stóð fyrir átaki undir yfirskriftinni Heimurinn stækkar í háskóla. Markmið átaksins var hvetja ungt fólk, sérstaklega stráka, til skrá sig í háskóla og sjá tækifærin sem felast í því mennta sig til fjölbreyttra starfa í samfélaginu.

Jón Atli Benediktsson rektor kemur til okkar á eftir og ræðir þessi mál við okkur.

Í kvöld fer fram afhending Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna. Athöfnin fer fram í Borgarleikhúsinu og verður auk þess í beinni útsendingu hér á ruv. Kynnar kvöldsins eru Eygló Hilmarsdóttir og Salka Gullbrá. Orri Huginn Ágústsson er forseti Sviðslistasambands Íslands hann kemur í Síðdegisútvarpið og ræðir sviðslistaárið og veisluna í kvöld og við spyrjum hann líka út í gagnrýni sem hefur borist m.a. frá Gunnari Helgasyni rithöfundi um barnaleiksýningar séu ekki verðskuldaða athygli valnefnda.

Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff kemur til okkar í þáttinn með kassagítarinn og tekur fyrir okkur eitt lag í beinni.

Margir eru á því breyta nafni Austurlands í Sólarland, engin furða þar sem blíða eystra hefur verið með eindæmum. Á eftir hringjum við í Eyrúnu Hrefnu Helgadóttur sem rekur kaffihúsið Fjósahornið á Eigilstaðabúi, ásamt manninum sínum Baldri Gauta Gunnarssyni.

En við byrjum eins og venjulega á miðvikudögum á fréttaritara okkar í Brussel Birni Malmquist en í dag Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur hafið leigubílarekstur. Í Hopp-appi er kominn valmöguleiki fyrir það panta leigubíl. lög um leigubílarekstur tóku gildi í þann 1. apríl sl. og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift keyra fyrir fleiri en eina stöð. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp kemur til okkar og segir okkur allt um nýju þjónustuna.

Hlutfall karlkyns umsækjenda um nám í Háskóla Íslands hækkar um 13% á milli ára samkvæmt fyrstu tölum um skráningu nýnema sem borist hafa háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Ráðuneytið stóð fyrir átaki undir yfirsk

Frumflutt

14. júní 2023

Aðgengilegt til

13. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,