Síðdegisútvarpið

30.maí

Alþingi getur orðið fyrst þjóðþinga í heiminum til þess fordæma umfangsmikil barnarán Rússa á hernámssvæðum í Úkraínu, verði þingsályktunartillaga utanríkismálanefndar samþykkt, en hún verður tekin fyrir á dagskrá þingsins á morgun. Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, átti frumkvæði tillögunni og hann kemur til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir.

Með hækkandi aldri á fólk það til venja sig af því leika sér. Oft vantar stað eða vettvang til þess en Thelma Björk Jónsdóttir jóga - og textílkennari hefur lausn við því Hún ætlar skapa vetttvang með leikskóla þar sem fullorðið fólk fær rými til leika sér. Thelma hefur gengið með þennan draum í maganum lengi og hefur hún skrifað lokaverkefni í háskóla um það og kemur til okkar í síðdegisútvarpið og segir frá.

Í dag er alþjóðlegi MS dagurinn. Tilgangur dagsins er vekja fólk til meðvitundar um tilvist MS sjúkdómsins og fræða í leiðinni hvaða þýðingu það hefur greinast með MS og hvaða áhirf það hefur á líf fólks. Hingað til okkar á eftir koma þær Lára Björk Bender formaður Skells félags ungs fólks með MS og Hjördís Ýrr Skúladóttir formaður MS félagsins og segja okkur frá sinni reynslu af sjúkdómnum.

Gígja Hólmgeirsdóttir verður hjá okkur. Hún skrapp á flugvöllinn á Akureyri og spjallaði þar við Baldvin Sigurðsson í Flugkaffi sem hefur boðið flugvallargestum upp á veitingar í heil tuttugu ár. En er komið tímamótum. Nánar um það síðar í þættinum.

Gönguhátíðin er haldin Reykjavík þriðja árið í röð og hefst í dag. Boðið verður upp á nokkrar fjölbreyttar göngur í Reykjavík og nágrenni og kostar ekkert taka þátt Það er göngufélagsskapurinn Vesen og Vergangur sem stendur fyrir hátíðinni við heyrum í forsprakkanum Einari Skúlasyni.

En það lítur út fyrir sumarið komið á austurlandi, á línunni hjá okkur er Halldór Warén en hann er staddur í Tehúsinu á Egilsstöðum.

Frumflutt

30. maí 2023

Aðgengilegt til

29. maí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,