Síðdegisútvarpið

27. júlí

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Kristján Freyr Halldórsson.

Söngvarinn Jim Morrison hefði orðið 80 ára í ár hefði hann lifað og af því tilefni ætla Nordic Live Events standa fyrir heiðurstónleikum og sögustund í haust þar sem Björgvin Franz Gíslason bregður sér í hlutverk Morrison, ásamt hljómsveit, og Vera Illugadóttir verður sögumaður. Björgvin Franz kom til okkar og sagði okkur meira af þessu ævintýri sem á sér nokkra forsögu.

Vikan fyrir verslunarmannahelgi er jafnaði ein annasamasta vika ársins í Vínbúðum landsins og því miður virðist tilhneigingin vera hjá allt of mörgum heimsækja verslanirnar rétt fyrir lokun á föstudeginum. Starfsfólk Vínbúðanna hvetur viðskiptavini sína sýna forsjálni í vikunni og við hringdum í Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR til góð ráð gegn örtöðinni.

Við kíktum á Meme vikunnar með Atla Fannari Bjarkasyni sem jafnan tekst grafa upp alls kyns skrítið og skemmtilegt efni af internetinu góða.

Í Mosfellsdalnum finna hinar skemmtilegu sumarbúðir Reykjadal en þar hafa börn og ungmenni með fötlun á aldrinum 8-21 árs notið sín síðustu árin. Um 250 einstaklingar heimsækja búðirnar árlega þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru ávallt í forgrunni. Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti sagði frá því á samfélagsmiðlum í gær hann hafi mætt og skemmt krökkunum í Reykjadal í nokkur ár og benti á hljóðkerfi þar væri í lamasessi. Gauti fór því af stað með smá söfnun og við heyrðum af því hvernig gengur.

Steiney Skúladóttir var á ferðinni á Kópaskeri og hitti þar Hildi Óladóttur sem rekur gistiheimilið Mela í elsta húsi plássins.

Fjölmargir hátíðir og skemmtanir eru fram undan um verslunarmannahelgina í næstu viku. Þar á meðal er hin rótgróna hátíð Neistaflug í Neskaupstað. Við heyrðum af þessari skemmtilegu hátíð og frumfluttum jafnframt nýtt Neistaflugs lag sem María Bóel Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar tók þátt í semja og flytur. María Bóel var á línunni.

Tónlist:

ÁSDÍS - Angel Eyes.

ROLLING STONES - I Cant Get No Satisfaction.

THE CARDIGANS - Youre the storm.

THE DOORS - Love Street.

GDRN - Parísarhjól.

BIG COUNTRY - Look Away.

SKAKKAMANAGE - None Smoker.

KUSK - Áttir allt.

THE POLICE - Message in a bottle.

EMMSJÉ GAUTI - Þúsund hjörtu.

SINÉAD O CONNOR - Thank you for hearing me.

Frumflutt

27. júlí 2023

Aðgengilegt til

26. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,